Saga - 1955, Page 38
114
ur ekki annað séð en að ætlunin hafi verið að
setja forskyggni framan við nýja þilið. Því hef-
ur vængjahurðin nýja verið smíðuð árið 1807.
Úr þessu verður samt ekki, að því er bezt verð-
ur séð, en hlaupið hefur verið til að saga hurð-
ina gömlu í sundur til þess að geta sett hana
fyrir, þegar að því kæmi. Ef til vill hefur ætl-
unin verið að fella minni hlutann í þilið undir
glugganum. Þarværi aðeins rúm fyrirhann milli
gluggans og þekju væntanlegs forskyggnis. Úr
þessu virðist samt ekki verða, því forskyggnið
og vængjahurðin koma ekki fram í kirkjustóln-
um síðar. Árið 1807 var, eins og áður er sagt,
reiknaður kostnaður við nýsmíðaða vængja-
hurð fyrir framkirkjudyrnar; auk þess var
reiknaður kostnaður við líkstól og rambalda.
Árið 1808 er aðeins nefndur líkstóllinn. En
árið 1821 sendi sira Vigfús Ormsson skýrslu
til Fornleifanefndarinnar um hurðina, og þar
virðist ekki koma annað fram en að hurðin var
þá heilleg og eins og hún er nú, eftir því sem
Finnur Magnússon vitnaði til þeirrar skýrslu
árið 1827.
Þegar hurðin var söguð, virðist fjölin yzt til
hægri hafa brotnað á nótinni,auk þesssem flask-
aðist út úr vinstri röðinni. Mönnum gæti virzt
21/4 alin heldur lítil hæð á hurð. Sjón er sögu
ríkari. Marka má bil þetta á röðina á stofuhurð
til skilningsauka. Þar við bætist, að aurslá all-
þykk hljóti að hafa afmarkað gættina að neð-
an, svo eigi verða nein sérstök vandkvæði á að
smokra sér inn um þvílíka gátt.
Næst er heimild allþýðingarmikil frá árinu
1829. Segir þá: „Kirkjuhurðina, sem var orðin
mjög hrörleg og geingið(!) úr lagi, hefur snikk-