Saga - 1955, Page 40
116
ætti þá helzt að hafa verið fólgin í því að fella
stykki í hurðina, þar sem skráin hafði verið
fest.
Að framan hefur verið greint, hversu þeir
prófastur hafi ætlað að bæta úr snjófoki og
súgvindi með því að reisa forskyggni framan
við kirkjudyrnar, en eigi sést, hvort það hafi
verið gert. Sú hugmynd er þó furðu lífseig, því
enn árið 1837 er svo tekið til orða: „Prófastur-
inn samþykkti því Beneficiarii forslagi að gjöra
fordyri lítið fram af kirkjudyrum með hurðum
til beggja hliða til skjóls í veðrum einkum á
vetrardag." Og loks lækkar kirkjuhurðin gamla
í tign, því í vísitazíunni árið 1850 segir: „Fyrir
kirkjunni er vængjahurð með ísettum spjöld-
um með góðri skrá, lykli og lömum, strikuðum
listum umhverfis og með ýmsum litum, sem vel
er skipt. Fram af kirkjudyrum er port hér um
bil fersneitt og 1*4 kvartil hvorumegin breið-
ara en kirkjudyrnar með einföldum veggjum
og þaki. Nær það uppundir gluggann, sem er á
dyragaflinum. Fyrir portinu er gömul og merki-
leg hurð með ýmsum útskornum myndum á, sem
auðsjáanlega bera þess merki, að það er eftir
fornmenn. Það vita menn með vissu, að hurðin
er gömul skálahurð frá skála hér á staðnum,
sem mælt er, að Þórður Hreða hafi (látið
byggja) smíðað. Á hurðinni er gamall og merki-
legur hringur með innhleyptum rósum. Hún er
með lömum, skrá og lykli.‘‘ Næsta ár er hurðin
komin til Kaupmannahafnar, en árið 1854 sést
í kirkjustólnum,að tveir álnarstjakar hafa verið
sendir frá fornleifasafninu danska sem gjald
fyrir hurðina auk útihurðar úr eik. Árið 1930 er
hurðinni skilað hingað til Þjóðminjasafnsins,