Saga - 1955, Page 41
117
og er hún þar til sýnis.67) Þar að auki er vel
gerð gipsafsteypa geymd í safninu, sem forn-
leifasafnið danska sendi hinu nýstofnaða Þjóð-
minjasafni að gjöf árið 1882.68)
Hér á undan hefur hurðin verið rakin sem
kirkjuhurð frá árinu 1641 til ársins 1850. Þá
er þess fyrst getið, að hún hafi í upphafi verið
skálahurð.
Sá, sem setur þá skoðun fram, er sira Stefán
Árnason, prófastur að Valþjófsstað. Er það
gert í Antiquarisk Tidsskrift 1847, bls. 167,
eftir umsögn sira Stefáns árið 1846.
Skal sú skoðun rannsökuð með nokkurri gagn-
rýni.
Á Valþjófsstað var til forna merkilegur
skáli.
Fyrsta ritheimildin, sem ég kannast við, er
í „Skýringum yfir Fornyrði Lögbókar" eftir
Pál Vídalín, Reykjavík 1854, bls. 53. Þar eru
taldir skálar að Valþjófsstað, Hrafnagili, Silfra-
stöðum, Auðkúlu og Ljárskógum. „Um alla
þessa skála og um legurúm í þeim öllum segir
með einum rómi mál allra manna hér á landi,
sonar og sonarsonar etc. eptir föður og föður-
föður frá alda öðli mótmælalaust, að þá hafi
smíðað Þórður Hræða með slíku formi rúmanna
og slíkri lögun smíðarinnar, sem nú er sýnileg,
og skal þó ekkert af þessum legurúmum öllum
reynast meir á leingd enn tæpar 3 álnir vorra
tíma, svosem trúverðugir menn hafa sagt mér
frá skálanum á Valþjófsstað og Hrafnagili.“
Næstu heimild er að finna í úttekt staðarins
árið 1734. Lýsingin er ekki eins ýtarleg og nú
hefði verið kosið, því í henni er til hægðarauka
vitnað í úttekt staðarins frá árinu 1698, sem