Saga - 1955, Qupperneq 42
118
nú er glötuð. Það kemur þó fram, að lokrekkjur
með þili framan fyrir vantar í kvennaskálann.
Auk þess er allur skálinn tilgenginn og 3 sperru-
leggir þrotnir, svo ekki er skálinn nýlegur.
Hið sama kemur fram í Ferðabók þeirra Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir
fóru um Austfjörðu árið 1755 og ’56. Þar segir:
„Á prestsetrinu Valþjófsstað í Múlasýslu er
skáli eða stórt hús, sem bæði er miklu stærri og
eldri en almennt gerist. Samt hefir hann sýni-
lega verið endurreistur á seinni öldum.“ 69)
Lýsing á þessum skála er til í tveimur útgáf-
um. Sú fyrri er í JS. 32, 4t0; tvö laus blöð, sem
hafa verið samföst á kili. Lýsingin sjálf er á
dönsku, en á öftustu síðu stendur: „Undirrétt-
ing um skálann á Valþjófsstað 1767.“ Rithönd-
in virðist vera sira Hjörleifs Þórðarsonar á
skjalinu sjálfu. Lýsingin á skálanum virðist
vera miðuð við tímann, er sira Hjörleifur tók
við staðnum. Því miður finnst engin úttekt frá
þeim tíma. Seinni útgáfan er í Lbs. 20, fol., bl.
169. Hún virðist vera afrit af þeirri fyrri, gjört
nokkrum árum síðar. Þar er dregið úr ýmsu,
sem virzt gæti hæpið, eins og sér af fylgiskjal-
inu, er fylgir grein þessari. Nokkrar líkur benda
til þess, að skálalýsing þessi hafi verið notuð
við útgáfu Gunnlaugs sögu Ormstungu, Kaup-
mannahöfn 1775, því myndin af skálanum, sem
þar birtist, virðist byggð á lýsingunni að veru-
legu leyti.
Þegar Björn M. Ólsen ritaði um Valþjófsstað-
arhurðina, notaði hann seinni útgáfuna, en þýð-
ing hans stendur til nokkurra bóta, eins og t. d.
er báðar hurðirnar eru taldar vera úr rauða-