Saga - 1955, Síða 43
119
viði, en textinn segir einungis, að þilin allt að
dyrum séu úr rauðaviði.70)
Það, sem skiptir máli í sambandi við Val-
þj ófsstaðarhurðina, eru lokrekkj urnar. Tvær
þeirra eru nefndar ,múkalokrekkjur‘ með
kringlóttum dyrum71) og gömlum skurði í
kring. Reyndar er ,gammeldags‘ sleppt í seinni
útgáfunni. Heimild þessi er merkileg, því á Val-
þjófsstað var tveggja presta skyld í hinum
forna sið. Hún gæti bent til tímans fyrir siða-
skipti. Auk þessara tveggja voru fjórar aðrar
lokrekkjur og voru þær sumar með skurði. Þetta
mikilsverða atriði kemur ekki fram í þeim út-
tektum, sem til eru frá árunum 1734, 1789 og
1818. Úttektin frá árinu 1743 er glötuð. En af
úttektinni frá árinu 1789 er svo að sjá, að
hvorki skáli né stofa séu í vel góðu ástandi þá.
Þó er auðséð af skálalýsingunni, að sira Hjör-
leifur Þórðarson hafi látið gera breytingu á
skálanum og endurbætt hann örskömmu eftir
það, að hann tók við staðnum.
Hér skal þess getið, að skjal frá árinu 1485
nefnir „stóru stofuna á Valþjófsstað“.72) En
baðstofa er þar nefnd árið 1527.73)
Áherzla skal lögð á það, enda þótt hættulegt
sé að draga ályktanir af þögninni, að sira Hjör-
leifur skuli ekki nefna, að kirkjuhurðin hafi
verið skálahurð í fyrstu. Sira Hjörleifur var
búinn að vera prestur á Valþjófsstað í ein 24
ár, er lýsingin var samin, en önnur 10 ár hafði
hann verið á Hallormsstað í næsta nágrenni
við staðinn. Þar við bætist, að hann var Aust-
firðingur að ætt og uppruna, a. m. k. í næstu
liðum. Það er því kynlegt, að hann skuli ekki