Saga - 1955, Page 45
121
hafi fyrrum verið skálahurð, en er hún var sett
fyrir nýbyggða kirkju, þurfti að saga ofan af
henni, þar sem hún reyndist of stór. Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður hefur sýnt mér þá
miklu velvild að láta mér í té frásögn Guð-
mundar.
Munnmælin geyma ávallt eitthvert sannleiks-
korn, en umbúðirnar vilja gjarnan taka ein-
hverjum breytingum. 1 munnmælasögum renna
oft og tíðum saman fleiri minni. En áður en
munnmælin verða athuguð skal drepið á fáein
atriði önnur.
Um og eftir 1800 fór fornleifaáhuginn fyrst
að lifna við, en niðurstöður manna urðu stund-
um mótaðar af frægð fornmanna. Ótrúlega hef-
ur t. d. Þórður hreða verið starfsamur, ef marka
skal munnmælin um hann. Það má einnig benda
á sagnir Þórðar Eyvindssonar, er bjó á Sig-
ríðarstöðum í Vesturhópi, en talinn fæddur ár-
ið 1800 í Kirkjuskógi. Þar eru nefndir nokkrir
forngripir í Skálholti. Þar er skorinn brúðar-
stóll, sem vitað er um fyrir víst, að verið hafi
stóll Þórgunnu á Fróðá. Þar er einnig stór eir-
ketill og mikið kirkjujárn eða þelhögg, sem
hvort tveggja er talið greitt í legkaup Bárðar
úr Bláfelli, sem nefndur er í Ármannssögu.75)
Einnig mætti benda á ummæli sira Guttorms
Þorsteinssonar á Hofi í Vopnafirði um kirkju-
hurðina þar. Hún kvað vera samkvæmt alda-
gömlum áreiðanlegum munnmælum hurðin úr
hofinu forna.76) Hví ekki úr skálanum? Því á
Hofi var einnig skáli. En hér verður aftur að
taka fram, að á Hofi stóð einnig kirkja svip-
aðrar gerðar og á Valþjófsstað. Og í henni var
meðal annars einn gripur, sem gaman hefði ver-