Saga - 1955, Page 49
125
mikill skaði, að dyrastafirnir úr kirkjunni skuli
ekki hafa varðveitzt á Valþjófsstað. Svona hurð
hljóta að hafa fylgt samsvarandi skornir stafir,
en þeir koma hvergi fram. Auk þess má benda
á ummæli sira Stefáns, þar sem segir, að hurð-
in hafi fyrrum verið breiðari. Hurðin gæti virzt
breiðari í minninu, er dyrastafir tveir skornir
hafa verið sinn hvoru megin við hurðina. Dyra-
stafirnir tveir frá Laufási hafa verið nefndir
hér á undan. Þá má rekja sem stafi fyrir innri
dyrum trékirknanna á 16. og 17. öld, en því
næst fyrir dyrum torfkirkjunnar. Gömlu tré-
kirkjurnar í Laufási voru undir sama formi og
kirkjan á Valþjófsstað og reyndar flestar hinna
trékirknanna. Stafirnir eru ekki eins langir
nú og þeir voru í fyrstu. Þeir eru nokkuð skertir
til beggja enda, samt eru þeir vel fjórar álnir
á lengd. Hér virðist geta komið fram tengsl við
hina norsku trékirkju, stafkirkjuna, eins og í
svo mörgu öðru. Hins vegar er afstaðan til
beinnar sönnunar ákaflega örðug vegna skorts
á ritheimildum, fornfræðirannsóknum kirkju-
grunna og ekki sízt vegna skorts á byggingar-
leifum. Þó skal á það bent, að kirkjurnar fornu
að Esjubergi, Gásum og Skeljastöðum voru tré-
kirkjur og líklega einnig sú, er stóð að Fjalli
í Aðaldal.80)
Tjón er það einnig, að ekkert skuli hafa varð-
veitzt af lokrekkjuskurðinum á Valþjófsstað.
En hann virðist hafa horfið, á meðan staðurinn
var í ábyrgð sira Stefáns. Víst er það þó ekki,
þar sem úttektin frá árinu 1818 er ekki nógu
greinileg til þess að kveða upp fullnaðarúrskurð
um það.
Sira Hjörleifur Þórðarson virðist þá hafa lát-