Saga - 1955, Page 50
126
ið saga neðan af hurðinni, er hann reisti torf-
kirkjuna. Að öðrum kosti væri hún of há, þar
sem þakhæðin lækkaði töluvert. En sira Hjör-
leifur endurbætti einnig skálann um líkt leyti
eftir upphafi lýsingarinnar að dæma og úttekt-
unum frá árunum 1734 og 1789. Þetta eitt gæti
hæglega orðið til þess að skapa munnmælin um
kirkjuhurðina sem skálahurð, sem standa svo
letruð í fullkominni mynd í vísitazíu Helga
Thordersens árið 1850.
Áður hefur verið drepið á, að ,múkalokrekkj-
urnar' gætu heimfærzt til miðalda. Ef til vill
hefur skurðurinn í skálanum og á kirkjuhurð-
inni verið eftir sama mann, þar sem sira Stefán
segir, að skurðurinn í skálanum hafi verið
áþekkur skurðinum á hurðinni. En þá gæti
spurning sú gert vart við sig, hvernig skurður-
inn í skálanum hefur verið? Voru drekar í hon-
um, eða var hann framsetning í myndum af
einhverri riddarasögu eða þá Völsungasögu,
sem fyrir kemur í norskum stafkirkjum?
Mörgum nútímamanninum finnst það óvið-
eigandi að skera dreka, ljón og riddara á kirkju-
hurð; svo var og álitið fyrir hálfri annarri öld,
er menn tóku að brjóta heilann um uppruna
þessa forngrips í sögustíl. Það verður og til að
ýta undir samruna minnanna.
Að vísu gengur djöfullinn um sem öskrandi
ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt,
1. P. 5:8, en í Opb. 5:5 er Kristur ljónið af ætt
Júda. Og ljónið er einnig táknmynd Markúsar
guðspjallamanns. Riddarinn er táknmynd
venjulegra dyggða fornra. Og hann brýtur á
bak aftur veldi hins illa með því að leggja drek-