Saga - 1955, Side 52
128
lega um Þorkel Eyjólfsson á Helgafelli í 74.
kap.,83) enda virðist fi’amangreind athugun
geta stutt þá skoðun að einhverju leyti.
Skurðurinn ætti þá ekki að vera eldri en frá
því um 1180. Seinna tímatakmarkið verður
nokkuð á reiki.
Reyndar ákvörðuðu þeir George Stephens,
prófessor, og 0. Blom, liðsforingi, hvor í sínu
lagi, aldur hurðarinnar frá því um árið 1150.
Stephens bar skurðinn ýtarlega saman við hið
fræga Bayeux-tjald frá 11. öld, en Blom gerði
sína ákvörðun eftir samanburð vopna. Gísli
Brynjólfsson gerði ráð fyrir, að skurðurinn
hefði verið gerður um árabilið 1186—90. Sig-
urður Guðmundsson, málari, gerði ráð fyrir, að
hann hefði verið gerður um miðja 13. öld, og
hafði þá hliðsjón af laufskurðinum á efri
hringnum. Kristian Kaalund og Björn M. Ólsen
gerðu báðir ráð fyrir, að skurðurinn væri frá
því um 1200, en gerður sumpart eftir eldri
fyrirmynd. Finnur Jónsson gerði ráð fyrir
tímabilinu 1175—1225, en að líklegasti tíminn
væri um 1200. Matthías Þórðarson gerir frek-
ar ráð fyrir síðara hluta 12. aldar.84) Sigurður
Nordal gerir ráð fyrir, að skurðurinn hafi ver-
ið skorinn á 13. öld.85) En Einar Ól. Sveinsson
setur hann aftur til niiðrar aldarinnar.80) En
Anders Bæksted gerir ráð fyrir því, að hurðin
hafi verið skorin um 1200.
Eftir þessu verður tímabilið, sem skurður-
inn kann að verða til á, frá um 1180 til 1250.
Fyrra markinu ræður vopnabúnaðurinn á
myndunum auk hinna sögulegu raka um bygg-
ingatíma kirkjunnar. Síðara tímatakmarkinu