Saga - 1955, Page 53
129
ráða elztu ritleifar riddarasagna að hyggju
fræðimanna.
Þær riddarasögur, sem nota má til saman-
burðar við skurðverkið í efri hringnum, eru
helztar Þiðriks saga af Bern, Iventssaga Artús-
kappa, Vilhjálms saga sjóðs og Konráðs saga
keisarasonar. Þiðrekssaga virðist vera þekkt
hér á landi á síðara hluta 13. aldar, enda mun
Staða-Árni hafa vitnað til Þiðreks árið 1287,
en sagan virðist vera orðin til í norrænni mynd
á öðrum fjórðungi 13. aldar.87) Iventssaga er
þýdd úr frönsku í Noregi á dögum Hákonar
gamla. Forritið er eftir Chrétien de Troyes,
sem uppi var á síðara hluta 12. aldar.88) Vil-
hjálms saga sjóðs virðist vera talsvert yngri.89)
En sögurnar af Ivent og Vilhjálmi sjóð standa
næst skurðmyndum hurðarinnar. Konráðs saga
er talin vera með elztu riddarasögum, en höf-
undur virðist hafa þekkt og notað Iventssögu.
Ætti því Konráðssaga að vera nokkru yngri.90)
Því miður er orðalagið: á dögum Hákonar
gamla, heldur óhentug tímaákvörðun gagnvart
Valþjófsstaðarhurðinni, því konungdómur Há-
konar stóð frá 1217 til 1263, en hér er átt við
tímann 1226—63.91) Ritleifar benda því frekar
til annars fjórðungs aldarinnar eða miðbiks
hennar.
Á það hefur verið minnzt, að skurður úr Völs-
ungasögu hafi tíðkazt á norskum stafkirkjum.
Þaðan er samt engin þvílík hurð þekkt, heldur
eingöngu dyrastafir skornir með þessum sögu-
myndum. Nú eru til dyrastafir úr fimm staf-
kirkjum, og að auki tveir brúðarstólar úr þeirri
sjöttu, þar sem skornar eru á myndir úr Völs-
Saga - 9