Saga - 1955, Qupperneq 54
130
ungasögu, en hún er hin norræna mynd af sögu
riddarans og drekans. Það er einkennilegt, að
allar kirkjur þessar skulu standa á tiltölulega
þröngu svæði. Þær eru í Vegusdal, Austad og
Hyllestad, allar í eða nálægt Sætersdalen í Egða-
fylki í Stafangursstifti, Opdal í Naumudal í
Hamarsstifti, Hitterdal í Grenafylki og Lardal
á Vestfold í Oslóarstifti. Dyrastafirnir frá
Hyllestad og annar stafurinn frá Vegusdal eru
nauðalíkir Valþjófsstaðarhurðinni um margt,
m. a. um gerð hjálmanna. Kirkjur þessar eru
yfirleitt taldar vera frá fyrra hluta 13. aldar
eða um 1200 nema Opdal, sem er talin nær 1300.
Þó gerir sama vandamál vart við sig í Noregi
gagnvart skurðinum þar og hér á landi um ár-
setningu hans. Biblíumyndaskurður er til úr
tveim kirkjum: Nesland, vígð 3. ág. 1242, á
Þelamörk í Hamarsstifti og Hemsedal í Hadd-
ingjafylki í Stafangursstifti, en hún er talin
vera frá fyrra hluta 13. aldar. Myndaskurður
hefur því varðveitzt á tiltölulega þröngu svæði,
og gæti það verið ábending um, að myndskurð-
ur á kirkjum hafi verið þar algengastur.92)
I Alþýðublaðinu hinn 25. marz 1939 birti
Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, grein,
er hann nefndi: „Myndskerinn mikli frá Val-
þjófsstað“. Með skarpri og hugvitssamlegri
röksemdafærslu setur hann þar fram skoðun
sína, að Randalín Filippusdóttir, ekkja Odds
Þórarinssonar á Valþjófsstað, hafi skorið
skurðinn einhvern tíma á árabilinu 1250—55.
Hér skal þó bent á eitt atriði í röksemdafærsl-
unni. Einn liðurinn er sá, að hurðarhringarnir
tveir frá Hofi og Valþjófsstað eru eins. Er það
rétt, og fornir eru þeir, þótt eigi hafi þeir enn