Saga - 1955, Page 55
131
verið fyllilega ársettir, svo öruggt sé. Þeir eru
svo líkir, að sami maður hljóti að hafa smíðað
þá og e. t. v. einnig hringinn frá Stafafelli. Þá
voru engar vélar til að vinna þvílík verk. Þó
verður að minnast þess, að trékirkjan forna að
Hofi var sömu gerðar og kirkjan forna á Val-
þjófsstað,93) svo sambandið milli þeirra getur
verið margþætt og samtvinnað. En hér á und-
an (bls. 101) hefur verið á það bent, að aðgjörð
á kirkjunni kunni að hafa farið fram um það
leyti, sem Randalín átti viðskipti sín við frænda
sinn Staða-Árna um bein mannsins síns. Að
vísu er ekki ljóst af neinum gögnum, hvort
Randalín hafi þá búið að Valþjófsstað. Guð-
mundur gríss, sonur hennar og Odds, er þá tal-
inn dáinn.94)
Rök þjóðskjalavarðar eru hin merkustu eins
og endranær í rannsóknunum á nafngervum í
Islendingasögum.
Það er einnig eftirtektarvert, er Sturla Þórð-
arson segir frá því í 190. kap. Islendingasögu,
að Guðrún Gjúkadóttir hafi birzt Jóreiði Her-
mundardóttur í Miðjumdal í draumum eftir
fall Eyjólfs Þorsteinssonar á Möðruvöllum.
Mönnum ætti eftir því að hafa verið töm Völs-
ungasaga á þriðja fjórðungi 13. aldar.95) Fáfn-
ir og Sigurður Sigmundarson vekja strax hug-
renningatengsl við riddarasögur og drekadráp.
Söguskurður var yfir lokhvílu Þorkels Þor-
geirssonar háks að Öxará og á stóli fyrir há-
sæti hans af þrekvirkjunum, er hann drap finn-
gálknið og flugdrekann.90) Og minnir það mjög
á Valþjófsstaðarhurðina.
Almenn söguskreyting virðist hafa verið í
skála Ólafs pá í Hjarðarholti.97) En á dögum