Saga - 1955, Page 56
132
Ólafs helga vix-ðast atriði úr Völsungasögu hafa
skreytt kongsgarðinn sjálfan samkvæmt vísu
Þorfinns munns.98) Að vísu segir og frá hin-
um furðulega skála Rauðs eða Rauðúlfs, að þar
hafi verið atriði til skrauts úr sögum þeirra Sig-
urðar Fáfnisbana, Haralds hilditannar og Har-
alds hárfagra.99) Þetta er líklega yngra inn-
skot, en ætti þó að gefa til kynna, að slíkt hafi
átt sér stað.
Sigurður Sigmundarson getur vakið grun um
tengsl Oddaverja við Valþjófsstað á fleiri en
einn veg. Jón Sigmundarson yngri á Valþjófs-
stað, afi þeirra Odds og Þorvarðar Þórarins-
sona, átti fyrir fyrri konu Þóru eldri Guð-
mundardóttur gríss og Solveigar Jónsdóttur
Loftssonar í Odda.100) En móðir Jóns var Þóra
Magnúsdóttir berfætts, og komst sú frændsemi
upp um 1164. í föðurætt gat hann rakið karl-
legginn til Hai'alds hilditannar og karllegg í
móðurætt til Yngva Tyrkjakonungs. Það má
svo að orði komast, að öll söguþekking forn-
aldarinnar sé í honum fólgin. Jón var fæddur
og uppalinn í Noregi.101) Og Loftur Sæmund-
arson, faðir hans, dvaldi þar langdvölum. Auk
þess fór Jón utan oftar en einu sinni. Þeir feðg-
ar virðast aðallega hafa dvalizt í suðurhluta
Noi'egs nálægt svæðinu, þar sem Völsungasaga
var notuð til kirkjuskrauts um 1200. Jón er
talinn fæddur árið 1124, en dáinn árið 1197.
Á það hefur verið bent í framanrituðu máli,
að skurðurinn á dyi’astöfunum norsku styðjist
að einhverju leyti við eldri fyrirmyndir. Hæg-
lega hefði því svipaðan skurð átt að geta borið
fyrir þá feðga úti í Noregi, jafnvel Ijón eins