Saga - 1955, Blaðsíða 57
133
og á dyrastafnum frá Nesland.102) En ljónið
var og skjaldarmerki Magnúsar berfætts, þ. e.
a. s. gangandi Ijón.103) I íslendingasögum
kemur skjaldarmerki þetta og fyrir. f 21. kap.
Laxdælu er svo sagt, að Ólafur pá hafði fyrir
sér rauðan skjöld, og var dregið á leó með
gulli. En í 92. kap. Njálu er sagt, að á skjöld
Kára hafi verið dregið leó.
Þóra eldri virðist hafa gifzt Jóni Sigmundar-
syni um árið 1197, en næsta ár deyr Sigmundur
Ormsson, faðir Jóns. Árið 1203 fluttust þau
að Svínafelli, og rétt á eftir virðist Þóra hafa
andazt. Nú er eigi annað að sjá af þeim litlu
heimildum, sem til eru um hana, en að ættar-
stoltið birtist þar í miklum metnaði.104) Hins
vegar hefur Jón, afi hennar, oft haft tækifæri
til að tala við hana og minna hana á ættgöfg-
ina, hafi Solveig eigi gert það. Auk þess mun
Páll Jónsson móðurbróðir hennar iðulega hafa
haft tækifæri til að tala við hana.
Þegar svipazt er um í sögu þjóðarinnar frá
þeirri 11. til hinnar 13. aldar, verður alls staðar
vart við Oddaverjana. Áhrif og ítök þeirra eru
geysileg. Allir kannast við Sæmund fróða og
Jón helga ögmundsson á Hólum. Færri muna
eftir því, að Þorlákur Þórhallsson helgi sótti
menntun sína til Oddaverja og varð augsýni-
lega aðeins biskup í skjóli Jóns Loftssonar. En
sonur Jóns Loftssonar og systur Þorláks, Ragn-
heiðar, Páll varð eftirmaður Þorláks og stóð
sem biskup að helgi Þorláks. Það má því hafa
fyrir satt, að Oddaverjar hafi gefið þjóðinni
dýrlinga hennar.
Þeir Sæmundur fróði og Jón helgi virðast