Saga - 1955, Page 60
136
Skotlandi og Hinrik ljón í Þýzkalandi. Hér á
undan hefur verið drepið á skjaldarmerki Magn-
úsar berfætta: hið gangandi ljón. Heim kom
Páll lærður vel, eins og segir í sögu hans: „var
hann fyrir öllum mönnum öðrum at kurteisi
lærdóms síns, versagerð ok bókalist".111) Þau
orð lúta vissulega ekki að riddarasögum, en
áhrifa verður snemma vart hér á landi frá
þeirri bókmenntagrein, eins og Margaret
Schlauch bendir á í hinni fróðlegu bók sinni:
„Romance in Iceland", og eru orð hennar um
Klæng biskup Þorsteinsson eftirtektarverð:
„Where Ovid was known medieval romance
could easily follow.“ 112) Hins vegar segir
íventssaga sú, er vér höfum, í niðurlagi sínu:
„Og lýkur hér sögu herra ívent, er Hákon
konungur gamli lét snúa úr franzeisu í nor-
rænu.“ 113)
Eigi að síður væri það ekki ósennileg tilgáta,
að einhver voldugasta ætt landsins og tiginborn-
asta hafi flutt hingað riddarahugsjónina beint
frá Suðurlöndum. Og því er ekki ólíklegt, að
sameina megi niðurstöður fornleifafræðinnar
og sögunnar og segja, að einn merkasti forn-
gripur þjóðarinnar hafi orðið til um 1200 sem
kirkjuhurð vegna áhrifa frá Oddaverjum.
Útdráttur úr vísitazíubókum biskupanna,
úttektum og kirkjustól.
Textinn er settur stafrétt eftir frumrit-
inu, en þar eð bönd og styttingar eru af
algengu tagi, eru þau ekki greind.
Þskjs. Bps. A, II, 8:
16U1. Bls. 49.------Þrýr glergluggar litler.
Kyrkian J sialffre sier, Stædeleg ad máttar-