Saga - 1955, Page 82
158
Játningarit íslenzku kirkjunnar í Studia island-
ica (1951) og Gottskálk biskup Nikulásson og
Jón lögmaSur Sigmundsson í Safni til sögu ís-
lands, öðrum flokki I (1953—1954). Um rit og
ritgerðir dr. Einars fyrir 1950 sjá annars Agn-
ar Kl. Jónsson: Lögfræðingatal, 74—75, og skrár
þær, sem þar er vísað til.
Réttarsaga Alþingis er mesta rit dr. Einars,
og er þó á því einn Ijóður, sem hér skal nefnd-
ur. Flestir innlendir fræðimenn og margir er-
lendir hafa haft þann sið að meta íslendinga
sögur og áþekk rit sem fullgóðar sögulegar heim-
ildir um tímabil það, er þær segja frá. Undir
þá sömu sök er dr. Einar seldur í Réttarsögu
Alþingis. En fáum árum síðar liefur hann átt-
að sig á því efni og gjörbreytir þá um skoðun.
Árið 1941 birtist eftir liann í VII. bindi Rlöndu
ritgerðin Arfsagnir og munnmœli. Þar rekur
hann nokkur þau lögmál, sem arfsagnir og
munnmæli hlíta, og víkur að lokum að Is-
lendinga sögum. Sýnir hann fram á, hver fjar-
stæða það sé að telja þær sannsögulegar heim-
ildir, þar eð þær eigi að liafa gerzt löngu fyrir
ritöld, og í rauninni séu þær aðeins sögulegar
skáldsögur. Sama ár hirti dr. Einar í Skírni
ritgerðina Kristnitökusagan áriS 1000. Þræðir
hann þá sögu eftir Islendingabók, sem hann
telur reista á tiltölulega traustum arfsögnum,
en liafnar öllum öðrum heimildum sem tilbún-