Saga - 1955, Side 89
165
Þessi tölublöð af Kjebenhavnsposten, ritdómurinn
og svörin, eru nú í bókasafni háskólans, þangað komin
að gjöf Þorsteins Schevings Thorsteinssonar.
Pétur Sigurðsson.
Nánari skýring á atburðunum á íslandi ár-
ið 1809 eftir mann, er við var staddur.
(Kjebenhavnsposten 1832, nr. 179, 10. nóv.).
í Kjobenhavnsposten nr. 169 o. fl. þetta ár
hefur ónefndur maður birt ritdóm um bækl-
ing herra S. Schulesens: „Valdarán Jörgens
Jörgensens á íslandi árið 1809“. Hann hefur
haft fyrir því að gera af honum ágrip, og jafn-
framt hefur hann hvatt þá, sem þá voru í
Reykjavík, til þess að veita nánari skýringar
á atburðum þeim, er þá gerðust o. fl. Þessa
atburði virðist hann nú (þegar liðin eru 23
ár) telja mjög ískyggilega af þeim sökum,
að þorri íslendinga skyldi ekki með vopnum
varna við ofbeldisverkum Jörgensens, sem var
danskur maður, og stuðningsmanna hans. Þar
sem sá, er þetta ritar, dvaldist þá í Reykja-
vík, getur hann af sjón og raun vottað það, er
hér segir:
1) Skipið, sem flutti Jörgensen til Reykja-
víkur ásamt útgerðarmanni þess, Samuel
Phelps, er þá var auðugur og mikilsvirtur kaup-
maður í Lundúnum, var ekki venjuleg verzl-
unardugga, heldur falleg og traust freigáta,
nieð 10 fallbyssur og vopnaða skipshöfn, og
hafði fengið leyfi til víkingar. Þá hafði það
og aðra gerð af fallbyssum með þyngri skot-
um og skotfæri sem þurfti. Það lá þannig á