Saga - 1955, Qupperneq 90
166
höfninni, að því hefði veitzt auðvelt að skjóta
bæinn í rústir og brenna, en öll íbúðarhús af
timbri, ekki snefil af brunavörnum néslökkvilið.
2) Það var ekki vitundarögn af neins konar
vörnum, hvorki í Reykjavík né á öðrum stöð-
um í landinu, hvorki herlið né almennings.
Þar var jafnvel enginn forði nýtilegra hand-
vopna (nema ef telja skyldi einstaka gamlar
fugla- eða refabyssur), né heldur af púðri og
byssukúlum.
3) Ekkert danskt herskip var við ísland,
né heldur var neins þangað að vænta, sökum
brottnáms flotans frá Kaupmannahöfn 1807.
4) Á íslandi er jarðvegur ófrjósamur og
veður hörð; það liggur jafnan undir eldgosum
og því tjóni, er af þeim stafar. Það þarfnast
því fjölda kaupskipa á ári hverju, er flytji
þangað nauðsynjar. Því hafa t. d. 80 dönsk
skip siglt þangað á þessu ári. Því brugðust þó
allir aðflutningar frá móðurlandinu frá því
um vorið eða sumarið 1807 allt til vors 1809,
þegar frá eru skilin 2 skip með verzlunarvörur,
er ríkisstjórnin sendi af venjulegri föðurrækt,
og eitt eða tvö önnur. Síðarnefnda vorið komu
einstaka skip kaupmanna, er höfðu lejrfisbréf
bæði frá dönsku og ensku stjórninni. Með öðru
móti mátti tæplega vænta aðfanga frá Dan-
mörku, því að krökkt var á höfunum af ensk-
um herskipum. íslenzka þjóðin gat þá varla
búizt við að halda lífi án aðflutnings korns
eða jarðepla, en þó einkum járns og veiðar-
færa, auk trjáviðar og fleiri nauðsynja, sem
varð ekki aflað innanlands.
5) Phelps, Savignac og Jörgensen höfðu lag
á því, jafnvel með því að sýna skjöl, sem virt-