Saga - 1955, Page 92
168
hjá líða að gera þá athugasemd, að völdum
Jörgensens var engan veginn lokið 9. ágúst
(enda þótt herra Schulesen segi það berum orð-
um á öðrum stað, og hefur líklega látið blekkj-
ast af ritvillu eða prentvillu í einhverri heim-
ild), því að það varð ekki fyrr en 22. eða 23.
sama mánaðar. Jörgensen hafði raunar fengið
fyrrnefnt bréf nokkru áður.
Höfundi þessarar greinar er enn fremur
kunnugt, að margir íslendingar, sem eru ekki
nefndir í frásögn herra Schulesen, gengust
hvorki fyrir gyllingum né heitingum og voru
með öllu ófáanlegir til þess að fylla flokk Jörg-
ensens eða taka við embættum, er hann bauð
þeim.
Loks er greinarhöfundur með öllu sannfærð-
ur um það, að hefði einhvers konar landvarn-
arlið eða aðrar hervarnir verið í landi, búið
nokkurn veginn vopnum og skotfærum, hefðu
þessir atburðir aldrei orðið. Að Islendingar á
vorum dögum, sem fengust við hermennsku,
voru hugrakkir menn, sýnir bardagi og fall
Melsteds majórs á Anholt, en það viðurkenndu
jafnvel fjandmenn vorir og færðu í letur og
nefndu sannarlegt og óvenjulegt afreksverk.
Kaupmannahöfn, 5. nóvember 1832.
N. N.