Saga - 1955, Qupperneq 93
169
Nokkur orð um rit Schulesens um valdarán
Jörgensens og ritdóminn um það í Kbhposten.
(Kjobenhavnsposten 1832, wr.180 og 181,13.og 15.nóv.).
í ritlingi, „Valdarán Jörgens Jörgensens á
Islandi árið 1809“, er út kom fyrir nokkru,
hefur S. Schulesen stúdent reynt að gefa eins
konar yfirlit yfir þá atburði, er þá gerðust á
Islandi, sennilega í þeim tilgangi, sem að vísu
er lofsverður, að leiðrétta það misjafna álit,
sem menn kynnu að hafa á framkomu fslend-
inga um þær mundir. En þar sem sú niður-
staða, er ritdómarinn hefur þótzt geta komizt
að, virðist leiða til þess, að ritið hafi frekar
en hitt unnið gegn tilgangi sínum, teljum vér
ástæðu til þess að rannsaka stuttlega, hvort
og að hve miklu leyti framferði fslendinga geti
talizt í samræmi við almenn hyggindi og skyldu
við konung og föðurland, hvort herra Schule-
sen hafi tekizt að sýna fram á þetta, og þar með,
hvort dómur fyrrnefnds ritdómara í Kjoben-
havnsposten nr. 174 geti talizt á rökum reistur.
Það var alkunnugt á íslandi, að árið 1807
var hafin styrjöld milli Danmerkur og Eng-
lands, og það var mjög líklegt, að sökum afls-
munar þessara ríkja, og einkanlega eftir hina
illræmdu árás á Kaupmannahöfn, hlyti Dan-
mörk að lúta í lægra haldi, ef ófriðurinn dræg-
ist á langinn. Vorið 1809 fréttist, að styrj-
öldin héldi áfram og hefðu horfur ekkert breytzt
í hag Dönum. Þessa neytti Jörgensen til þess
að fullyrða og bera út sem blákaldan sann-
leika, að Danmörk væri annað hvort sigruð
eða hlyti að verða innan skamms, og til þess
að láta sem Englendingar ætluðu að sölsa ís-