Saga - 1955, Page 99
175
ur betur séð en að hann sé eftir 23 ár eins
hræddur við Jörgensen og fylgifiska hans og
þeir hefðu staðið úti fyrir dyrum hans, þegar
hann bjó málsskjöl sín til prentunar. Og rit-
dómarinn í Kjobenhavnsposten hefur að því
leyti rétt fyrir sér, að ekki verður betur séð
af ritlingi herra Schulesens en að það tómlæti
eða hlutleysi, sem menn sýndu gagnvart Jörg-
ensen, hafi ekki stafað af neinu öðru en því,
að við hinar heimskulegu tiltektir hans hafi
þorri manna verið lostinn og lamaður af stór-
kostlegri undrun, og að „þessi undrun er óneit-
anlega eitt snjallasta og sérkennilegasta atrið-
ið í skopleiknum Jörgen Jörgensen, verndari
íslands".1)
En ritdómarinn virðist ekki hafa tekið nógu
vel eftir þeirri mótsögn, sem er milli hins vol-
aða og vesældarlega máls herra Schulesens, en
það er séreign hans, og nokkurra þeirra stað-
reynda, sem hann getur um og sýna að minnsta
kosti, að íslendingar voru ekki almennt jafn-
hræddir við Jörgensen og herra Schulesen virð-
ist vera enn í dag, en þessar heimildir eiga þó
að vera annar þáttur í vörnum hans fyrir fram-
komu landa hans. Þannig sýnir bréf frá Jörg-
ensen til Vídalíns biskups, dags. 27. júní 1809,
°g orðsending sama, dags. 11. júlí, að embætt-
ismenn hlýddu ekki fyrirmælum hans, heldur
héldu að sér höndum, eins og vér vonum,
að vér höfum sýnt fram á hér á undan, að var
skynsamlegast eins og á stóð. Aðrir bjuggust
til að brjóta þessa varúðarreglu og ráðast að
Jörgensen og tortíma honum, án þess að skeyta
]) Niðurlagsorð ritdómsins.