Saga - 1955, Qupperneq 102
178
sát á leiðinni milli Möðruvallaklausturs*og Ak-
ureyrar í því skyni að skjóta Jörgensen, en
hann sneri aftur án þess að koma í kaupstað-
inn og hefur ef til vill fengið pata af þessu.
Þórður Björnsson kansellíráð, sýslumaður í
Þingeyjar- eða Norðursýslu, sem er fyrir aust-
an Eyjafjörð, hafði í huga svipaðan viðbúnað
til þess að taka á móti Jörgensen á mörkum
lögsagnarumdæmis síns sem Jón sýslumaður
Guðmundsson í Skaftafellssýslu, en Jörgensen
hætti sér ekki svo langt, svo að ekki varð úr
fyrirætlun kansellíráðsins. Þetta virðist oss
meira en nóg til að sýna, að Islendingar ótt-
uðust ekki Jörgensen svo mjög sem herra
Schulesen virðist sjálfur ætla, og að ástæðan
til þess, að honum var ekki veitt aðför, var
ekki tiltakanlegt almennt sinnuleysi, er stafaði
af stórkostlegri undran, er dró allan þrótt úr
flestum, eins og ritdómarinn í Kjobenhavns-
posten heldur, en að þorri manna fór sér hægt
af ráðnum hug og atvik komu í veg fyrir til-
ræði þau, sem fyrirhuguð voru. Það er víst,
að öll þjóðin bar heiftarhug til Jörgensens og
Englendinga, og af því má álykta, ásamt því,
sem sagt hefur verið, að Jörgensen hefði ekki
umflúið fangelsi eða bana mánuði lengur, enda
þótt ekki hefði borizt néin vissa áður um pretti
hans.
Nei, þjóðin, meiri hlutinn, — því að þeir,
sem eru haldnir þvílíkum ótta, er virðist anda
úr riti herra Schulesens, eru hvarvetna undan-
tekningar, hræddist ekki Jörgensen né fylgi-
fiska hans, og ekki heldur hið velbúna herskip
hans, enda þótt það hefði getað valdið miklu
tjóni á ýmsan hátt í varnarlausu landi. En hún