Saga - 1955, Side 108
184
náði dómkirkjunni á sitt vald 1550, og vekur
það grun um, að hann hafi ekki haft tök á því
þetta skipti. Skal nú reynt að svara þessum
spurningum.
Jón biskup hefur ekki boðað til prestastefn-
unnar, því að hann hafði þá ekki fengið nein
völd í Skálholtsbiskupsdæmi. Þau fékk hann
fyrst á prestastefnunni sjálfri. Er því varla
efamál, að engir hafa getað boðað til hennar
að lögum nema þeir, sem Gizur biskup Einars-
son hafði falið officialisstörf í Skálholtsbisk-
upsdæmi. En þeir virðast hafa verið sjö eða
fleiri,3) og hefur sjálfsagt vakað fyrir Gizuri
biskupi að styrkja sem bezt hina ungu lút-
ersku trú með því að skipa svo marga. En ef
officialar Gizurar biskups hafa boðað til
prestastefnunnar, hefur vafalaust ekki verið
ætlunin upphaflega, að þar skyldi kaþólskur
maður kosinn til biskups. Er því auðséð, að
málin hafa snúizt á einhvern annan hátt en
gert hafði verið ráð fyrir.
Ef hinar fáskrúðugu heimildir eru athugað-
ar nánara, kemur í Ijós, að síra Marteinn Ein-
arsson hefur verið kosinn til biskups af lút-
erskum mönnum á hinni sömu almennilegu
prestastefnu í Skálholti, þótt því hafi ekki verið
veitt athygli. I söguþættinum um Skálholts-
biskupa fyrir og um siðaskipti segir, að hann
hafi verið kosinn á almennilegri prestastefnu,* 2)
og síra Jón Egilsson segir í Biskupaannálum:
„Eftir herra Gizur frá fallinn, fyrir þing, komu
saman leikir og lærðir í Skálholti að útvelja
J) Smbr. ísl. fbrs. XI, 646.
2) Bisk. Bmf. II, 262.