Saga - 1955, Side 110
186
að kjörbréfi síra Marteins, séu eitthvað ýkt,
enda geta þeir ekki nefnt ákveðna tölu. Til
þess getur bent samningur herra Marteins við
bræður Gizurar biskups Einarssonar, sem voru
erfingjar hans, um álag á dómkirkjuna. Fór sá
samningur fram í Skálholti 30. júní 1548 og
er enn til,1) en viðstaddir voru og settu inn-
sigli sín undir sjö officialar í Skálholtsbiskups-
dæmi, síra Jón Bjarnason ráðsmaður og fjórir
prestar aðrir. Má ætla, að flestir eða allir þeirra
hafi staðið að kjörbréfi síra Marteins nema
Höskuldur prestur Kollgrímsson, er kosið hafði
Sigvarð ábóta þremur dögum áður og hefur
því sýnilega verið tvíbentur. f samningi þess-
um er herra Marteinn berum orðum sagður
biskupsefni („electus"), enda er sjálft efnið
vottur um, að svo hefur verið.
Nú hafa verið leidd rök að því, að þeir síra
Marteinn og Sigvarður ábóti hafa báðir verið
kjörnir til biskups á hinni sömu almennilegu
prestastefnu í Skálholti, þótt auðvitað sé ekki
víst, að kjörbréf þeirra hafi verið gerð sama
daginn. Má nærri geta, að þær kosningar hafa
ekki farið fram átakalaust. Jón biskup hefur
ekki komið mjög fáliðaður að norðan, og jafn-
augljóst er, að hinir lútersku menn hafa ekki
verið óviðbúnir, ef í odda skærist, enda eru
til umþað heimildir í samtímaskjölum. En þetta
hefur farið fram hjá sagnfræðingum, af því
að þeir hafa talið, að heimildirnar ættu við
síðari ferðina, sem menn hafa ímyndað sér,
að Jón biskup hafi farið þetta ár. Er því þörf
á að athuga þær vandlega.
*) fsl. fbrs. XI, 646—647.