Saga - 1955, Side 115
191
Skjalgögn eru aðeins til fyrir einni ferð Jóns
biskups til Skálholts árið 1548, en ekki fyrir
neinni árið 1549. Er þá næst að snúa sér að
öðrum heimildum, sem eru sjálfstæðar að öllu
eða einhverju leyti, og rannsaka, hvort nokkuð
bendir þar örugglega til annarrar niðurstöðu.
Til er háðkvæði um ferð, sem Jón biskup
fór til Skálholts og mistókst algerlega. Kvæði
þetta er eignað Andrési Magnússyni,1) sem var
þá heimilismaður í Skálholti, er ferðin var
farin, en síðan lögréttumaður í Ölvesi.2) Hafði
hann því góð skilyrði til að vita vel um ferð-
ina, en það dregur úr heimildargildi kvæðis-
ins, að það er háðkvæði, og auk þess eru þar
ekki nafngreindir neinir menn, og þar eru eng-
in tímatalsákvæði um ferðina. Þó virðist mega
ráða nokkuð um tímatalið af upphafi 7. erindis:
Kom með kappa marga,
klerka og þjóðir merkar
suðr og sagðist vilja
seggjum gott ráð leggja.
Til samanburðar má minna á, að í bréfinu, sem
Jón biskup ritaði í Kalmanstungu 21. apr. 1548,
býðst hann til að „styrkja heilaga Skálholts-
kirkju með öll góð ráð og tillögur".3) Og hin
sama hefur afstaða hans vafalaust verið fyrst
í stað á hinni almennilegu prestastefnu, sem
haldin var í Skálholti rétt fyrir alþingi 1548
til að kjósa biskup. En eftir að hann hafði verið
kosinn umsjónarmaður (administrator), þurfti
hann ekki að koma fram sem einber ráðgjafi,
3) Bisk. Bmf. II, 478—484.
2) Bisk. Bmf. II, 342.
3) ísl. fbrs. XI, 640—641.