Saga - 1955, Page 117
193
um siðaskiptin, merkisritgerð, sem var samin
í Skálholti árið 1593 og þar um bil að mestu
eftir sögu Egils Einarssonar á Snorrastöðum
í Laugardal, er einnig skýrt frá misheppnaðri
Skálholtsferð Jóns biskups. Þar segir, að „um
vorið, áður herra Marteinn kom út (þ. e. 1549),
fyrir alþing“ hafi Jón biskup og synir hans
komið með flokk manna til Skálholts. Þeir náðu
ekki staðnum, en lágu þar tvær eða þrjár næt-
ur — „og sneru þá af út á alþing. Lýsti biskup
Jón þar, að hann ætlaði sér að setjast að Skál-
holti, herra Marteinn þyrfti ekki við það að
dyljast, og aldri skyldi hann þar vera. Var þá
hvorki út kominn biskup Marteinn né höfuðs-
maður, því þeir (þ. e. höfuðsmenn) komu ein-
att seint á þeim tímum, en eftir alþing komu
þeir báðir".1)
Egill Einarsson var fæddur 1523. Var hann
því fulltíða, er þetta gerðist, og hafði ýmis
góð skilyrði til að þekkja sögu siðaskiptanna.
Samt sem áður eru þarna augsýnilega ýmsar
smásKekkjur. Marteinn biskup kom út fyrir
alþingi 1549 og lét ganga prestadóm á Þing-
velli 1. júlí um gerðir Jóns biskups í Skálholts-
biskupsdæmi.2) Hins vegar má telja víst, að
Jón biskup hafi þá alls ekki farið til alþingis.
Skálholtsferðin hefur því ekki orðið 1549. En
árið 1548 fór Jón biskup frá Skálholti til al-
þingis, eins og fyrr var sagt, en Marteinn
biskupsefni kom þangað ekki. Höfundur sögu-
þáttarins hefur því ruglazt í því, hvar Mar-
teinn var, þegar Jón biskup reið til Skálholts
!) Bisk. Bmf. II, 253.
2) ísl. fbrs. XI, 713—716.
Saga - 13