Saga - 1955, Blaðsíða 118
194
og þaðan til alþingis, og af því er sprottin
skekkjan hjá honum. Hann hyggur, að Mar-
teinn hafi þá ekki verið kominn út, en í raun-
inni var hann ekki orðinn biskup og fór ekki
til alþingis af ótta við ófrið.
Síra Jón Egilsson segir skýrt í Biskupaann-
álum, að Jón biskup hafi farið ferð suður til
Skálholts að reyna að ná staðnum á sitt vald
árið 1549 eftir útkomu Marteins biskups til
stólsins. Styðst hann þar m. a. við kvæði Andr-
ésar Magnússonar, sem fyrr var nefnt, og hef-
ur verið sýnt, að það muni fjalla um ferð Jóns
biskups 1548. Er þegar af þeim sökum ólík-
legt, að í Biskupaannálum hafi geymzt minn-
ing um nokkra suðurferð Jóns biskups árið
1549. En auk þess leiðir rannsókn á tímatali
síra Jóns í ljós, að því er lítt að treysta. Tíma-
tal hans kringum suðurferðina er svona: Vorið
1549 bannfærir Jón biskup Daða í Snóksdal.
Skömmu síðar lætur hann handtaka síra Árna
Arnórsson í Hítardal og flytja til Hóla. „Þar
var Árni það sumar, er biskupinn reið til Skál-
holts og náði því ekki".1) „En herra Marteinn
var þá ekki heima. Hann var í sinni yfirreið,
og hugsuðu (þeir) sér að setjast á staðinn á
meðan“.2) En er Jón biskup kom heim, sendi
hann þegar menn til að taka herra Martein,
og var hann þá á Staðarstað. Síra Jón getur
þess þó, að sumir segi, að menn Jóns biskups
hafi aldrei riðið heim í milli Skálholtsferðar-
innar og töku herra Marteins.
Skamma stund þarf að athuga þetta til að
D Safn t. s. ísl. I, 91.
2) Safn t. s. ísl. I, 90.