Saga - 1955, Blaðsíða 120
196
samin eru á sjálfum stólnum í Skálholti aö-
eins 45—57 árum,1) eftir að ferðin var farin.
Og ekki er síður kynlegt, hve mikið þau greinir
á um ferðina að öðru leyti, þótt það verði ekki
rakið hér, og voru þeir þó feðgar, Egill Ein-
arsson, sem var aðalheimildarmaður að sögu-
þættinum, og síra Jón Egilsson, höfundur Bisk-
upaannála. En það sýnir aðeins, hve munn-
legar frásagnir brenglast skjótt, er frá atburð-
unum líður.
Nú verður reynt að gera samfellda grein
fyrir því, sem gerðist á hinni almennilegu
prestastefnu í Skálholti í júnímánuði 1548, enn
fremur tildrögum og eftirköstum hinum næstu.
Verður stuðzt við heimildir þær, sem nefndar
eru hér að framan, og er ekki unnt að komast
hjá nokkrum endurtekningum.
Eftir lát Gizurar biskups Einarssonar hafa
officialar þeir, sem hann hafði sett í Skálholts-
biskupsdæmi, boðað til almennilegrar presta-
stefnu í Skálholti rétt fyrir alþingi 1548 til
að kjósa nýjan biskup. Jón biskup hefur haft
njósnir af því, hvenær prestastefnan skyldi
haldin, enda átti hann ýmsa trúnaðarmenn í
Skálholtsbiskupsdæmi. Hann hefur búizt við,
að hinir lútersku menn væru forystulitlir eftir
lát Gizurar biskups, og hann hefur verið stað-
ráðinn í að fá kaþólskan mann kosinn til bisk-
ups í hans stað. Og er leið að prestastefnunni,
bjóst hann til suðurferðar með miklu föru-
neyti. Voru þar synir hans og ísleifur Sigurð-
Söguþáttur um Skálholtsbiskupa fyrir og um siða-
skiptin er saminn 1593 eða um það bil, eins og fyrr
var sagt, en Biskupaannálum lauk síra Jón 1605.