Saga - 1955, Side 121
197
arson á Grund, tengdasonur hans. Þeir héldu
suður Kjalveg og munu hafa komið í Biskups-
tungur mánudagskveldið 25. júní. Má ráða það
af kvæði Andrésar, þar sem sagt er, að Jón
biskup hafi verið fimm dægur í Skálholti, en
28. júní hefur hann farið. Nú er líklegast, að
prestastefnan hafi átt að hefjast daginn eftir
komu Jóns biskups — eða þriðjudaginn 26.
júní, og hefur hann komið í fyrra lagi, til þess
að honum gæfist gott tóm til að hreinsa kirkj-
una, áður en stefnan yrði haldin. En Skál-
holtsmenn voru ekki óviðbúnir. Með bréfi sínu,
ei ritað var í Kalmanstungu 21. apríl, eftir
lát Gizurar biskups, hafði Jón biskup boðið ráð
sín og að fremja biskupsþjónustu í Skálholts-
biskupsdæmi. Ókunnugt er um svör við því
bréfi, en af því hefur Skálholtsmönnum mátt
vera kunnugt um hug Jóns biskups, og senni-
lega hafa þeir vitað, eða þá hefur a. m. k.
grunað, að hann ætlaði að hreinsa dómkirkj-
una, þar sem Gizur biskup var grafinn, ef hann
fengi nokkur tök á. Síra Jón Bjarnason var
þá ráðsmaður í Skálholti, mikils háttar maður
og eindreginn fylgjandi hins nýja siðar. Hann
hafði njósnarmenn á leið Jóns biskups, og er
hann spurði komu hans suður, stefndi hann
landsetum staðarins heim í Skálholt. Voru þar
um þrjú hundruð manns til varnar, en talið er,
að Jón biskup hafi haft eitt eða tvö hundruð.
Skálholtsmenn gerðu virki fyrir norðan Þor-
láksbúð, og voru þar hafðir menn með byssum
til varnar. Síra Jón Egilsson eignar Pétri Ein-
arssyni, bróður síra Marteins, ráð um virkis-
gerð, en Daði Guðmundsson í Snóksdal, mágur
þeirra, var fyrir liðinu. Virðast þeir hafa komið