Saga - 1955, Page 128
204
hét. Með henni átti hann einn son, Sigurð að
nafni. Lærði hann til prests og fékk staðinn
í Hrepphólum árið 1474 og hélt að minnsta
kosti næsta ár (Isl. fbrs. V, 773—75). Hann
mun hafa orðið skammlífur, því að eftir það
er hans ekki getið.1) Síðan fylgdi Sveini bisk-
upi kona sú, er Ásdís Ólafsdóttir hét, og var
Pétur sonur þeirra. Hann mun varla fæddur
fyrr en um 1465, því að hann er enn á ómaga
aldri 1474 og hefir ekki kvænzt fyrr en eftir
1490. Báða sonu sína arfleiddi Sveinn biskup.
Ásdís giftist síðan Jóni Jónssyni rauðkoll, sem
kaliaður var. Hann gerðist bryti í Skálholti
hjá Sveini biskupi og hefir því verið forsjár-
maður. Jón rauðkollur varð próventumaður
staðarins í Skálholti árið 1474, og er samning-
ur um það milli hans og biskups enn til (ísl.
fbrs. V, 749—51).
Sama ár eða nánar tiltekið hinn 19. júní
1474 skipaði Sveinn biskup Jón rauðkoll og
Ásdísi, konu hans, umboðsmenn Péturs, son-
ar síns og Ásdísar. f umboðsbréfi þeirra segir
svo meðal annars: „Skulu greindir menn, Jón
og Ásdís, að sér taka, hafa og halda alla þá
penninga, fasta og lausa, fríða og ófríða, sem
vér höfum skipað og gefið vorum áðurnefnd-
um syni, Pétri, sem er jörðin á Neðri-Brú í
Grímsnesi, er liggur í Búrfellskirkjusókn, og
þar til fimm kýr og hinu séttu þá bænhúskú,
sem þar fylgir, sex ásauðar kúgildi, hest og
hér með alla þá penninga, sem fyrr sagður
J) Gizkað hefir verið á, að sonur síra Sigurðar hafi
verið Hólmfastur, faðir Sveins, föður Gísla sýslumanns
í Miðfelli.