Saga - 1955, Page 130
206
upsson var þá enn ungur að aldri, og virðist
Magnús biskup Eyjólfsson, eftirmaður Sveins
biskups, ekki hafa gengið hart að Pétri um
fjárheimtuna, en látið skuld þessa standa um
sína daga, ef marka má frásögn síra Jóns Egils-
sonar um skipti þeirra Péturs og Stefáns bisk-
ups Jónssonar.
Stefán biskup tók við stóli og biskupsdæmi
í Skálholti árið 1491. Um þær mundir eða á
fyrstu biskupsárum Stefáns kvæntist Pétur
Sveinsson og gekk að eiga bróðurdóttur bisk-
ups, Valgerði Guðmundsdóttur. Segir síra Jón
Egilsson, að heimanmundur hennar hafi verið
skuld erfingja Sveins biskups við staðinn og
þá skuld hafi Pétur tekið undir sér í heiman-
fylgju konu sinnar. Þessi tilhögun hefir verið
hagkvæm báðum, en einkum þó Pétri, sem hefir
þannig orðið kvittur við staðinn, en haldið þó
eignum föður síns. Eigi er nú kunnugt, hve
miklar þær voru, en víst er um það, að Pétur
átti jarðirnar öndverðanes og Efri-Brú, sem
fyrr segir, og héldust þær, líklega báðar, í
ætt hans fram á 17. öld.
Pétur hefir sennilega reist bú í Öndverða-
nesi, og þar bjó hann að minnsta kosti lengst.
Hann hefir snemma verið tekinn til forustu
í sveit sinni, og hafa til þess stuðlað bæði ætt-
göfgi hans og efnahagur og eigi síður vits-
munir. Var hann jafnvel haldinn fjölkunnug-
ur. Hann var orðinn lögréttumaður 1496. Það
ár skrifar hann undir Áshildarmýrarsamþykkt,
einn af 12 merkismönnum úr leikmannastétt
í Árnesþingi, lögréttumönnum og bændum (ísl.
fbrs. VII, 324; X, 54). Á næstu árum er hans
getið í dómum á alþingi. Árið 1497 var hann