Saga - 1955, Side 132
208
Einu sinni er þess getið, að Pétur lenti í
meiri háttar deilu, er til málsóknar leiddi. Það
bar til á hreppstjórnarþingi í Grímsnesi haust-
ið 1503, að Pétri og Sigurði bónda Egilssyni
lenti saman í illdeilum, en um orsök er ekki
kunnugt. Sigurður var einn þeirra bænda, sem
skrifuðu undir Áshildarmýrarsamþykkt. Hann
átti jörðina Gröf í Grímsnesi (Isl. fbrs. XV,
163). Samkvæmt kæru Péturs á hendur Sig-
urði hafði Sigurður slegið Pétur 5 eða 6 högg
í höfuðið hvert á fætur öðru, stungið hann í
handlegginn og enn fremur slegið hann tvö
létt högg eða blök. Fyrir þessar sakir dæmdi
tylftardómur undir forsæti Þorvarðs lögmanns
Erlendssonar að Borg í Grímsnesi vorið eftir
Sigurði sjöttareið, en félli hann á eiðnum, skyldi
hann gjalda þungar sektir (ísl. fbrs. VII, 692
—94). Um mál þetta er eigi frekara kunnugt.
Sonur Sigurðar Egilssonar hefir vafalítið verið
Jón refur í Gröf, sá er var að vígi Diðriks
frá Mynden í Skálholti árið 1539, en systir Jóns
var Guðrún, föðurmóðir síra Jóns Egilssonar
í Hrepphólum.
Pétur Sveinsson hefir ekki orðið gamall mað-
ur. Hans getur seinast í dómi á alþingi 1508,
eins og áður er sagt. Mun hann hafa dáið litlu
síðar, varla síðar en um 1510. Þetta má marka
af því, að kona hans, Valgerður Guðmunds-
dóttir, giftist aftur og sonur hennar af seinna
hjónabandi var orðinn prestur fyrir 1540. Lög-
réttumaður hefir Pétur vafalaust verið til
dauðadags.
Þau Pétur lögréttumaður og Valgerður, kona
hans, áttu fjórar dætur að sögn síra Jóns Egils-
sonar. Um þær segir hann enn fremur: „Þeirrá