Saga - 1955, Qupperneq 133
209
börn eru öll fátæk og oss ekki kunnug. Ein
var amma Sveins á Hæli og Helgu á Sandlæk.
Jón Jónsson á Hrauni, hygg eg, að sé af ann-
arri systur kominn. Af öðrum mönnum veit
eg ekki“ (Safn I, 38). Þar sem hann skýrir
frá ætt Gísla biskups Jónssonar, segir hann
enn fremur svo: „Annar móðurbróðir herra
Gísla hét Gunnar; hann var afi Helgu á Sand-
læk og Sveins á Hæli“ (Safn I, 112). Því mið-
ur hefir síra Jón ekki meira að segja um dæt-
ur Péturs og Valgerðar eða um afkomendur
þeirra, og má það varla minna vera. Eigi er
þeirra heldur getið í gömlum ættartölum. Tek-
izt hefir þó að uppgötva þrjár af dætrumPéturs,
og skal nú gera lítils háttar grein fyrir þeim.
1) Guðrún Pétursdóttir, nefnd í bréfi um
jarðaskipti milli Jóns Gíslasonar lögréttumanns
í Öndverðanesi og Tómasar Gunnarssonar, son-
ar hennar, árið 1554 (Isl. fbrs. XII, 741).
Guðrún hefir verið gift Gunnari Þórðarsyni,
móðurbróður Gísla biskups Jónssonar, og
bjuggu þau á Stokkseyri, svo sem sjá má af
bréfum. Það á því við Guðrúnu, er síra Jón
Egilsson segir, að ein af dætrum Péturs Sveins-
sonar hafi verið amma Sveins á Hæli og Helgu
á Sandlæk, en Gunnar, móðurbróðir herra
Gísla, afi þeirra. Jarðaskiptin voru á þá leið,
að Jón Gíslason seldi Tómasi Kjóastaði í Bisk-
upstungum, en Tómas seldi Jóni í staðinn 12%
hndr. í jörðinni Öndverðanesi með samþykki
Guðrúnar, móður sinnar. Var þetta réttur
fjórðungur úr jörðinni og hefir án efa verið
erfðaeign Guðrúnar eftir föður sinn. Gæti það
bent til þess, að dætur Péturs Sveinssonar hefðu
erft sinn fjórðunginn hver úr öndverðanesi.
Saga - 14