Saga - 1964, Blaðsíða 13
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
5
seint á 9. öld, en norskir fornfræðingar telja, að forn-
minjar gefi til kynna, að skreið hafi verið flutt til Eng-
lands og annarra landa Vestur-Evrópu frá Lófót (Vog-
um) þegar á 10. öld.
Upphaf skreiðarverzlunar.
Grundvöllur norskrar utanríkisverzlunar á ofanverðum
miðöldum voru fiskveiðar við Lófót og eyjarnar þar
norður af Vesturál (Vesterálen). Um Vogastefnu, fisk-
markað í Lófót, er getið í Ólafs sögu helga (123. kap.)
og um Vogaflota, skipaflota, sem siglir með skreiðina á
markað sunnar í landinu, sennilega í Björgvin, en þang-
að komu innlendir og erlendir kaupmenn, sem keyptu
skreiðina og fluttu að einhverju leyti á erlendan markað.
í Sverris sögu 15. kap. segir, að 50 byrðingar lágu við
Rauðubjörg í Þrándheimsfirði 1177, en „það voru allt
kaupmenn, komnir úr Vogum,“ en aðrar heimildir til-
greina færri skip. í Ólafs sögu kyrra í Heimskringlu (2.
kap.) segir, að Ólafur konungur setti kaupstað í Björg-
vin, og á það að hafa gerzt um 1075. Ekki telja menn
framar, að það beri að leggja mjög bókstaflega merkingu
í frásögn Heimskringlu. Margt bendir til þess, að þar
hafi áður verið kaupstefnustaður, sem verður mikilvæg-
ur fyrir stjórn ríkisins á ofanverðri 11. öld. Til þess
bendir m. a., að biskupinn á Selju mun hafa tekið sér
bústað í Björgvin um svipað leyti, þótt biskupsstóllinn
væri ekki fluttur opinberlega til borgarinnar fyrr en
um 100 árum síðar. Stórhöfðingjar Noregs þurftu að
eiga sér verzlunarstað fyrir þær markaðsvörur, sem
þeir fengu í afgjöld, tolla og tíundir. 1 sögu Sigurðar
Jórsalafara í Heimskringlu (14. kap.) segir, að Eysteinn
bróðir hans lét kirkju gera í Vogum á Hálogalandi og
lagði próventu til. Þessi kirkja á að hafa risið á dögum
Jóns Ögmundssonar Hólabiskups (1106—21), en hún
sýnir, að þá er fólki tekið að fjölga allmjög í þessari