Saga - 1964, Blaðsíða 50
42
BJÖRN ÞORSTEINSSON
betur stefnu konungs í verzlunarmálum Islendinga. Árið
1284 voru ákafar þingdeilur um staðamál. Þá kveðst Árni
biskup „eigi annað þola mundu en Niðaróskirkja héldi hér
á landi sínu forna frelsi og fálkakaupum, flutningum
brennusteins og mjöls og annarra hluta“. Þessu svaraði
Hrafn Oddsson, að biskup hefði þar mikið til síns máls
„um flutningar og frelsi Niðaróskirkju, svo og um fálka-
veiðar á kirkju eignum . . .“, þótt mér sýnist slíkir lilutir
nú í konungsvaldi vera"."1)
Hrafn Oddsson telur, að þetta hafi verið réttur erki-
stólsins, en nú séu þau réttindi í konungsvaldi. Konung-
ur hefur m. ö. o. náð undir sig forréttindum til fálka-
kaupa og brennisteins á árunum frá 1264—84, en þau
eru að nokkru lögfest í Jónsbók, sem endanlega var sam-
þykkt á alþingi 1288: „Konungur má láta veiða vali alla
á hvers manns jörðu, er hann vill“ (Jb. 1904, 192). Hrafn
hefur álitið, að þetta ákvæði lögbókarinnar um fálkaveiðar
tæki einnig til kirkjujarða (Sjá einnig DI, II, 241).
1 sættargerðum konungs og ei’kibiskups í Björgvin og
Túnsbergi 1272 og 1277 segir m. a.: „Svo játaði hann og
að lofað sé erkibiskupi og hans eftirkomendum að kaupa
fugla, geirfálka eða gráhvali og gáshauka, svo sem hér
til hefur verið geymt af hans formönnum" (DI. II, 151).
Konungur lofar m. ö. o. að virða fornan rétt erkibiskups
til fálkakaupa, en samningarnir héldust ekki lengi. Þegar
Magnús lagabætir féll frá, hófu leikir og lærðir stórhöfð-
ingjar í norska ríkinu sókn gegn kirkjuvaldinu. Þá studdi
konungsvaldið íslenzka leikmenn rækilega í Staðamálum
og hefur eflaust fengið sitthvað fyrir snúð sinn, og þeir
verið örlátastir á fríðindi kirkjunnar. Hugsanlegt er, að
Árni biskup hafi fengið Magnús lagabæti til að þola, að
Skálhoitsstóll ætti skip í förum óbundið ákvæðinu um skip-
in 6 og félagsverzlunina, en nú var náðartími stjórnar
hans liðinn. — Kröfu sína til forkaupsréttar hefur kon-
1) Árna saga biskups, 24., 42., 43. kap.