Saga - 1964, Blaðsíða 28
20
BJÖRN ÞORSTEINSSON
slíkar langferðir. Lagafyrirmælin höfðu því verið óþörf,
meðan Norðmenn voru nær einráðir á úthafinu.
Þótt útlendingum væri bannað að sigla norður fyrir
Björgvin og síðar til skattlandanna, þá leyfðist Háleygj-
um og skattlendingum að sigla með vörur sínar á markað
í Noregi. Kaupsigling Háleygja til útlanda hefur lagzt
niður, þegar borgir efldust í Noregi og markaður glæddist
þar fyrir vörur þeirra. Þegar líður á 12. öld, virðist kaup-
sigling útlendinga orðin svo mikil til norskra borga, að
hún fullnægði að mestu vörumarkaði ríkisins, en við það
hættir áhættusöm utanríkisverzlun að freista skattlend-
inga í sama mæli og áður. Þess finnast engin dæmi, að
konungsleyfi hafi þurft til verzlunar frá Noregi við skatt-
eyjar ríkisins fornar: Færeyjar, Orkneyjar og Hjaltland,
og Orkneyingum virðist hafa verið öldungis frjáls kaup-
sigling til íslands á þjóðveldistímanum. Þótt stjórnin hefði
frá fornu fari áskilið sér rétt til þess að ákveða, hvaða
vörur og hve mikið magn mætti flytja úr landi, þá sjást
þess engin merki, að hún hafi takmarkað eða bannað út-
flutning til skatteyjanna. I lögum (Gulaþl. grein 313,
Frostaþl. V, 43 (VIII, 27), og Landsl. VIII, 25) eru ákvæði
þess efnis, að eigi megi banna flutninga á korni, mjöli og
kjöti milli fylkja í Noregi, en jafnframt eru lagðar refs-
ingar við því, ef kaupmenn óhlýðnast lögmætu farbanni.1)
Þótt skatteyjanna sé ekki getið í lögunum og engin slík
ákvæði um aðflutninga þangað séu finnanleg, þá virðast
sömu eða svipaðar reglur hafa gilt um verzlun við þá
ríkishluta í framkvæmd. Konungsvaldinu var na'iðsynlegt
að hafa samband við eyjarnar hagsmuna sinna vcgna. Far-
banni var beitt í deilum milli ríkja og í ófviði við uppreist-
armenn, en það hefði verið býsna heimskuleg pólitík af
konungi að gerast skömmtunarstj óri hjá þjóðum, sem nær
ávallt lifðu við skort, eða banna aðflutninga að einhverju
eða öllu leyti til manna, sem höfðu unnið honum hollustu-
1) Ræstad, 50—51.