Saga - 1964, Blaðsíða 65
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
57
hinir annálarnir bera vitni um þá skoðun, að nýtt land
hafi fundizt. Skilningur Höyersannáls er að sjálfsögðu sá
eini, sem er landfræðilega réttur, þótt hins vegar sé hugs-
anlegt, að Helgasyni hafi borið þar upp að ströndum
Grænlands, sem engir menn eða fáir höfðu áður komið.
Nú er það vitað, að landfræðiþekking Islendinga á þrett-
ándu öld er merkilega traust, og kemur það undarlega
fyrir sjónir, er annálaritarar tala um nýjan landafund á
þessum slóðum. Búast mætti við, að Islendingar hefðu
haft allglöggvar hugmyndir um austurströnd Grænlands,
þar sem stundum var siglt á milli landanna, og frásagnir
af fyrri óförum manna í óbyggðum Grænlands hljóta að
hafa verið kunnar á Vesturlandi, þótt komið væri fram
undir lok þrettándu aldar. Er því hugsanlegt, að þeir
Helgasynir eða einhverjir aðrir hafi vísvitandi ýkt frá-
sagnir af landinu, sem þeir sáu, eins og Eiríkur rauði
gerði forðum. Hinar stuttu frásagnir annálanna af landa-
fundinum árið 1285 eru því ef til vill litaðar nokkrum
áróðri.
4. Þegar Eiríkur rauði fann byggilegar sveitir á vestur-
strönd Grænlands, þótti sjálfsagt, að sá ætti fund, sem
fann, og síðan réð Eiríkur sjálfur landnámum þar. En
þrem öldum síðar hafði mikið breytzt, og þá hagaði mál-
unum á allt annan veg. Þá eru Islendingar komnir undir
Noregskonung, sem taldi sig eiga rétt á hinu nýfundna
iandi, enda leið ekki á löngu, unz konungur fór að gera
i’áðstafanir um þessa nýju eign sína. 1 Flateyjarannál
koma fyrir eftirtaldar greinar:
1289: Eiríkur konungur sendi Hrólf til íslands til aö leita
Nýjalands.
1290: Fór Hrólfur urn Island og krafði menn til Nýja-
landsferðar.
1295: Andaðist Landa-Hrólfur.