Saga - 1964, Blaðsíða 157
HÚSAVÍKURVERZLUN 1 FRÍHÖNDLUN
149
arra, þegar hann gat ekki gegnt skyldu sinni sjálfur. Hann
gangi meira að segja svo langt að reyna að fá stjórnina
til að ítreka tilskipanir, sem hafi sjálfsagt upphaflega
orðið til vegna einhliða áróðurs kaupmanna og miði að því
að efla hið óskoraða vald þeirra yfir verzluninni.
Ekki kveðst sýslumaður geta sagt um það með fullri
vissu, hve oft skip Hansteens hafi komið við á Raufarhöfn,
en það muni vera í mesta lagi 5 eða 6 sinnum á 11 ára
verzlunarferli hans á Húsavík. Nokkur von sé að vísu um
það, að Hansteen muni eftirleiðis senda meira af nauð-
synjavörum til verzlunar sinnar, því að hann hafi nú
eignazt annað skip til viðbótar, en verði hann öruggur um,
að enginn keppinautur þori að koma til Raufarhafnar,
muni hann sjálfsagt ekki ómaka skip sín þangað.
Að þessu athuguðu furðar hann sig mjög á því, að rentu-
kammerið skuli hafa bannað Kyhn og örum & Wulff og
þar með væntanlega öllum lausakaupmönnum að sigla til
Raufarhafnar og Þórshafnar og láta Hansteen einan um
það, hvort hann geti eða vilji sinna þörfum bænda á
Sléttu og í nálægum sveitum, enda geti hann þá sett þeim
kostina að vild sinni. Þykir Þórði lítið orðið úr hinum
upphaflegu lögum um fríhöndlunina, þar sem hvatt var
til samkeppni í verzluninni.
Til enn meiri áherzlu rifjar hann að lokum upp atburð
trá maímánuði 1785, sem hann kveðst hafa orðið sjónar-
Vottur að og ávallt minnast með hryllingi. Þá sendi Björn
Thorlacíus, kaupmaður konungsverzlunar, flutningabát
sinn með matvörur til íbúanna á Sléttu, þar eð þeir höfðu
ekki getað sótt þær til Húsavíkur. Þegar kom á áfanga-
stað lágu þar yfir 40 manns dauðir af hungri, og höfðu
sumir þeirra gjaldvöru og peninga meðferðis, þar eð von
hafði verið á bátnum. Hversu mikilvægt hefði það ekki
yerið á þeim tímum að hafa verzlun eða matvöruforðabúr
a Raufarhöfn? Minninguna um þennan óhugnanlega at-
kurð og óbifandi sannfæringu um mikilvægi verzlunar á
Raufarhöfn kveður sýslumaður knýja sig til að bera enn-