Saga - 1964, Blaðsíða 113
MILLILANDASAMNINGUR
105
er neitt, sem bendi til, að þeir hafi gert það áður en
samið var við Ólaf digra, og bendir sjálfræði fyrri skálda
að fara frá hirð til hirðar nokkuð til hins gagnstæða. Ann-
ar munur var sá, að erfðaréttur íslenzkra manna í Noregi
náði skemmra í ætt en erfðaréttur norsks manns á ís-
landi, en sjaldan valt mikið á því. Sökum Noregskonungs
gegn mönnum á íslandi skyldi vera sjálfstefnt til Al-
þingis, og fólst í því mikil virðing og forréttindi honum
til handa. Eigi er hægt að vita, hvort sá sérréttur bætti
aðstöðu konungs til að verzla á Islandi, en hugsazt gæti
það. Konungi var kappsmál að geta verzlað þar.
I-Ilunnindi, sem samningurinn veitti íslendingum, voru
í nokkrum efnum mikil. Þeir skyldu hafa höldsrétt, og
það var eigi fyrr en löngu síðar með Bjarkeyjarrétti,
sem farmönnum frá öðrum þjóðum var einnig höldsréttur
veittur. Vaxandi réttur fyrir sænska og danska menn á
Islandi (Grágás) var framför, sem ég áðan gat. Getið var
og að framan tollfrelsis Islendinga í Noregi og réttar til að
taka sér við og vatn ókeypis. Ferðafrelsi var og tilskilið,
nema ófriður krefði landvarna. Jafnframt er þess sér-
lega getið í samningnum, að íslendingar megi „fara af
sínu landi til hvers lands, er þeir vilja“. Án efa er það
rétt skilið í íslendingasögu Jóns Jóhannessonar, að „eftir
því að dæma hefur þeirrar viðleitni orðið vart hjá ein-
hverjum Noregskonungi að binda öll viðskipti Islendinga
við Noreg, en þeir hafa ekki viljað una því og fengið
því afstýrt.“ Eg vil aðeins benda á í viðbót að ekki verð-
ur sannað, hvort tilvera þessarar setningar í núverandi
niynd er eldri en frá 12. öld eða byrjun hinnar 13.; gæti hér
verið að ræða um íslenzka tilraun til lögskýringar á
hinu upphaflega ferðafrelsisákvæði samningsins frá um
1022. Mundi Haraldur konungur Sigurðarson eða arftak-
ar hans hafa reynt að binda? Um rétt Norðmanna er allt
gagnort og fáort, hann virðist hafa verið óumdeildur.
Merkilegasta heimildin um viðurkenning norskra höfð-
lngja á gildi þessa samnings til þjóðveldisloka mun felast