Saga - 1964, Blaðsíða 63
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
55
2. Þrjár annálagerðir nefna landið ákveðnu nafni, en
annars staðar er einungis sagt, að land hafi fundizt fyrir
vestan ísland. f (c) er auðsæilega ekki gert ráð fyrir því,
að um nýtt land sé að ræða, enda kemur heitið Grænlands
óbyggðir víðar fyrir í íslenzkum ritum. í Prestssögu Guð-
mundar góöa eru til að mynda frásagnir af tveim föður-
bræðrum Guðmundar, sem báðir létu lífið á Grænlandi,
og er rétt að hafa þær í huga, þegar rætt er um þetta mál.
Um fráfall Einars Þorgeirssonar segir á þessa lund: „Hann
fékk líflát á Grænlandi í óbyggðum, og eru tvennar frá-
sagnir. Sú er önnur (sögn StyrkársSigmundarsonar af
Grænlandi, og var hann sagnamaður mikill og sannfróð-
ur), að skip þeirra hafi fundizt í óbyggðum, en lið þeirra
hefði gengið í tvo staði og barizt um það, er aðra hafði
fyrr þrotað vist en aðra, og komst Einar á brott við þriðja
mann og leitaði byggðar. Hann gekk á jökla upp, og létu
þeir lífið, er dagleið var til byggðar, og fundust vetri síð-
ar. Lík Einars var heilt og óskaddað, og hvílir hann á
Herjólfsnesi." — Svipuð urðu örlög Ingimundar Þorgeirs-
sonar, en frá andláti hans er hermt á þessa lund: „Um
vorið eftir (þ. e. 1189) réðst Ingimundur prestur til skips
þess, er kallaður var Stangarfoli, og bjóst til íslands (af
Noregi)...... Skip þeirra kom í óbyggðir á Grænlandi,
°g týndust menn allir. En þess varð svo víst, að fjórtán
vetrum síðar fannst skip þeirra, og þá fundust sjö menn
í hellisskúta einum. Þar var Ingimundur prestur. Hann
var heill og ófúinn og svo klæði hans, en sex manna bein
voru hjá honum. Vax var og þar hjá honum og rúnar þær,
er sögðu atburð um líflát þeirra.“ — Samkvæmt annálum
fannst lík Ingimundar árið 1200. „Fannst Ingimundur
Pvestur Þorgeirsson ófúinn í óbyggð á Grænlandi.“ (Kon-
u'agsannáll, Flateyjarannáll; orðalag Skálholtsannáls og
Oddaverjaannáls er svipað, nema Grænlands er ekki
getið). I Einars þætti Sokkasonar segir frá mönnum, sem
fórust í óbyggð á Grænlandi, skammt frá Hvítserki á