Saga - 1964, Blaðsíða 96
88
BJÖRN SIGFÚSSON
gás, samningur við konung 1088) mega heita krossfara-
skeiðsheimildir eins og biskupsstjórn Gizurar bar einkenni
þess skeiðs og hámiðalda í Evrópu, gagnstætt „myrkum
öldum“ áður. Krossfarir hófust 1096 og féllu niður 1291,
seint á dögum Eiríks konungs prestahatara, þær stóðu
sömu tvær aldir sem íslenzki ritaldarblóminn. Segja má,
að íslenzk saga beri þá mjög smá merki þenslu og fram-
fara, sem mótuðu Vesturlandaþjóðir: svo sem þeirra að
borgir gerðust allmargar og drógu vinnukraft frá stór-
bændum, ólu upp handiðnafélög (gildi), verzlunarstétt og
menntamannahópa; háskólar risu og með þeim læknis-
fræði og rómversk lögspeki; konungar máttu sín meira
en fyrr og lentu fremur í árekstra við klerkavald eða við
baróna og jarla sína, og jók það sumum konungum alþýðu-
fylgi, er þeir þorðu að takast á við hástéttina um völdin.
f stað þróunar af þessari tegund olli andlegur veðráttu-
bati 12. aldar einhverju um þá frjósemd, sem varð í þjóð-
legum bókmenntum. Af því að fræ í moldu voru hér
önnur en sunnar í löndum, varð hér annar gróður en þar.
Samt má ekki álykta, að blómgun í löndum hér og syðra
hafi í engu átt sér sameiginlegar orsakir. Sá munur, að
þjóðveldi var á íslandi, en konungdæmi með frændþjóð-
um, hindrar eigi, að ríkisþróun 11. aldar í báðum stöðum
hafi orðið samferða að einhverju leyti og fslendingar
notið erlendra fordæma jafnt og þétt, sem þeir löguðu að
innlendri þörf.
Víst væru öll Norðurlönd fátækari, ef konungar hefðu í
öndverðri kristni yfirstigið íslenzka þjóðveldið, og þá
hefðu þeir eflt hér lénsmannastétt af þeirri tegund, sem
varla hefði dugað til að vekja upp íslenzkar bókmenntir
í óbundnu máli; stærsta sköpunartækifæri þjóðarinnar
fram á vorn dag hefði þá glatazt, — sögur íslenzkra manna
og norrænna konunga aldrei orðið á móðurmáli skráðar.
En þakklæti vort við það stjórnarform, sem var íslenzkt
þjóðveldi, þarf eigi að aftra rannsókn og viðurkenningu