Saga - 1964, Blaðsíða 91
UPPHAF EINVELDIS Á ISLANDI
83
krefjast undirbúnings og sérþekkingar af þeim, sem hugð-
ust leggja fyrir sig stjórnarstörf. Eftir sem áður varðaði
reyndar miklu, ef ekki mestu, að hafa góð sambönd, en
allt að einu var gatan til muna greidd fátækum og ætt-
smáum, sem höfðu ótvíræða hæfileika til að bera. Með
öðrum orðum, einveldið opnaði margfalt fleiri mönnum
leið til fjár og frama en hið forna frjálsræSi, sem raunar
hafði aldrei verið fleirum hugað en hinum útvalda aðli.
Það er svo annað mál, að ennþá hefur hvorki fundizt
stjórnarfyrirkomulag né hagkerfi, sem alfullkomið getur
talizt, hvað þá heldur að það gefizt jafn vel á öllum stöð-
um á sama tíma. Er satt að segja vonlítið um, að slík full-
komnun eigi eftir að nást, þó að fjölda manna hafi á öllum
tímum verið sannfæringaratriði, að tiltekið fyrirkomulag
sé ávallt og alls staðar hið rétta.
Meðal þeirra mörgu, sem haldnir voru þeirri sannfær-
ingu, að þeir byggju við hið fullkomnasta stjórnarfyrir-
komulag, sem hugsazt gæti, var Magnús Stephensen dóm-
stjóri. Hefur fáum íslendingum verið legið meira á hálsi
fyrir það en honum, og er ástæðan líkast til sú, að á ofan-
verðum dögum hans sáu flestir ungir menn og upprennandi
mene telcel skýrast á vegg einveldisins, hvort sem var í
Danaveldi ellegar annars staðar í Evrópu.
Sú kynslóð, sem fyrst ámælti Magnúsi fyrir dálæti á
upplýstu einveldi, mun einnig hafa verið sú fyrsta, sem í
hjarta sínu láði mönnunum, „sem 1262 sóru eið“, og ekki
síður liinum, „sem kúgaðir voru í Kópavog / undir kvaln-
lngar, meiðing og hel“ eins og Fornólfur kvað.
En fáir hafa verið svo óbilgjarnir, að þeir virtu ekki
fil vorkunnar aðstæðurnar, sem réðu endanlegum gerðum
feðra okkar á þessum örlagastundum í lífi þjóðarinnar. I
stað þess að formæla buguðum og úrræðalausum lands-
feðrum, sem vissu ekki betur en þeir gerðu heilaga skyldu
Slna eða áttu í öllu falli ekki annarra kosta völ, var leitazt
Vlð að leggja sem bezt út af textanum, og í þeim efnum
1>eyndust danskir fræðimenn aldrei standast Islendingum