Saga - 1964, Blaðsíða 158
150
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
þá einu sinni fram þá einlægu ósk, að stjórnin vildi leyfa
verzlun þar og stuðla að siglingum þangað. Væntir hann
þess, að amtmaður vinni að því, að þetta nái fram að
ganga.27
Stefán amtmaður Þórarinsson dvaldi í Kaupmannahöfn
veturinn 1799—1800 og flutti þá þetta mál við rentu-
ltammerið, sem svaraði honum endanlega með bréfi 26.
apríl árið 1800 og vísaði öllum röksemdum hans og Þórð-
ar sýslumanns á bug á þeim forsendum einum, að hvorki
Raufarhöfn né Þórshöfn væru löggiltir verzlunarstaðir.
Á þarfir héraðsbúa var ekki minnzt einu orði en amt-
manni tilkynnt, að umsóknum Kyhns og örum & Wulffs
um leyfi til verzlunar á Raufarhöfn og Þórshöfn hefði
verið algerlega hafnað, og var honum fyrirskipað að gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að tilskipununum
um íslenzku verzlunina yrði hlýtt.28
Amtmaður sá þá þann kost vænstan að skrifa Þórði
sýslumanni þegar frá Kaupmannahöfn til að skýra hon-
um frá þessari niðurstöðu í málinu og biðja hann að sjá
um framkvæmd fyrirskipunar rentukammersins og gæta
þess vandlega, að engum héldist uppi að brjóta í bága
við hana án dóms og refsingar að lögum.20
Þessar aðgerðir stjórnarinnar nægðu þó ekki, því að
árin 1801 og 1802 skrifaði rentukammerið amtmanni enn
út af kærum Hansteens yfir ólöglegri verzlun á Raufar-
höfn og bað hann að gera hinar öflugustu ráðstafanir til
þess, að tilskipanirnar frá 1792 og 1798 yrðu í heiðri
hafðar, og minna sýslumanninn alvarlega á að gera skyldu
sína í því efni. Hér mun átt við verzlun örum & Wulffs
á Raufarhöfn sumurin 1799 og 1800, því að í bréfum sín-
um til rentukammers þau ár um ástand sýslunnar talar
Þórður um, að skip frá þeim félögum hafi komið þangað.
I fyrra skiptið telur hann erindið aðallega hafa verið að
innheimta skuldir frá sumrinu 1798, enda þótt fáeinum
bændum á Sléttu kunni að hafa tekizt að herja sér út
dálítið af matvörum í skipinu. I síðara bréfinu lætur hann