Saga - 1964, Blaðsíða 130
122
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
okun hófst. Fyrr á öldum hafði einnig verið siglt á Þórs-
höfn, og árið 1721 mæltist Benedikt Þorsteinsson sýslu-
maður til þess, að Raufarhöfn yrði gerð verzlunarstaður,
en ekki náði það fram að ganga.1 í tíð konungsverzlunar-
innar síðari bar það eitthvað á góma hjá verzlunarstjórn-
inni að setja upp útibú frá Húsavíkurverzlun á Raufar-
höfn, því að árið 1779 segir verzlunarstj órnin í bréfi til
Jóhannesar Höyers kaupmanns á Húsavík, að ástæða þess,
að ekki hafi verið lagt inn í verzlunina þar eins mikið lýsi
og hann hafði búizt við, muni sumpart vera, að bændur í
nyrztu hreppum kaupsvæðisins hafi ekki komizt með af-
urðir sínar hina löngu leið til Húsavíkur. Er kaupmaður
því beðinn álits á því, hvort ekki væri hægt að hafa verzl-
unarþjón á Raufarhöfn á vissum tímum ársins til að taka
við lýsi og fleiri vörum.2 Ekkert varð þó úr framkvæmd-
um, og konungsverzlunin virðist ekki hafa veitt mönnum
þarna neina aðstoð við flutninga á þungavörum að og frá
Húsavík. Síðasti kaupmaður konungsverzlunarinnar á
Húsavík, Björn Halldórsson Thorlacíus, reyndi hins vegar
að veita hjálp á eigin spýtur með því að hafa stóran bát,
er hann átti sjálfur, í flutningum milli verzlunarstaðar-
ins og ýmissa staða á Sléttu. Segir verzlunarstjórnin í
bréfi einu til Björns sumarið 1787, að gott sé til þess að
vita, að hann hafi enn einu sinni hjálpað bændum þar
nyrðra með því að láta stóra bátinn sinn flytja matvörur
norður til Oddsstaða. Bátur Björns fórst síðan í einni
slíkri ferð árið 1789, og lögðust þessir flutningar þá
niður.3
Við upphaf fríhöndlunar var það von margra, að verzl-
unarstöðum myndi þá brátt fjölga verulega, enda segir í
auglýsingu stjórnarinnar frá 18. ágúst 1786 um hið nýja
verzlunarfyrirkomulag (13. gr.), að til þess sé ætlazt,
að verzlunin nái til allra stranda landsins og Islendingar
fái sem fyrst tækifæri til þátttöku í henni. f verzlunartil-
skipuninni frá 13. júní 1787, II. kap., 2. gr., segir líka,
að allir þeir, sem fengið hafi borgararéttindi sem kaup-