Saga - 1964, Blaðsíða 62
54
HERMANN PÁLSSON
sami í öllum gerðum og ekkert stangist á. Svo er að sjá
sem þrír annálaritarar að minnsta kosti hafi skrásett
greinar um þetta, án þess að verða fyrir áhrifum af öðrum
annálariturum. Hins vegar er það einnig mjög athyglis-
vert, hverjum annálagerðum ber saman nákvæmlega um
orðalag og hverjar hafa farið algerlega sínar leiðir. Um
skyldleika og innbyrðis afstöðu hinna fornu annála vorra
verður ekki fjallað hér, enda væri ekki heppilegt að ein-
skorða slíkt vandamál við einangrað og sérstætt annáls-
efni. En þó verður ekki hjá því komizt að nefna nokkur
atriði.
Eins og alkunnugt er, stafa sumar annálagerðir af Vest-
urlandi, og er ekki undarlegt, þótt vestfirzks atburðar sé
í þeim getið. Nú mun Konungsannáll hafa verið húnvetnskt
verk að verulegu leyti, eins og ég hef bent á annars stað-
ar, og í upphaflegri gerð hans hefur Nýjalandsfundar ekki
verið minnzt. Annáll þessi virðist hafa stuðzt við Árna
sögu, sem getur landafundarins ekki heldur. I nágrenni
við þann annál var Lögmannsannáll tekinn saman, og þar
vantar einnig þessa annálsgrein, en þessar tvær annáls-
gerðir eru skyldar. Þriðja húnvetnska gerðin er Flateyjar-
annáll, sem studdist mjög við Konungsannál. En setning-
in um fund lands fyrir vestan Island mun vera þegin úr
annál, sem var svipaður Forna annál, eða úr Gottskálks-
annál, sem einnig er sammála.
Nú er Höyersannáll náskyldur Forna annál, en hið sund-
urleita orðalag og önnur efnismeðferð sýnir ótvírætt, að
þeir eru óháðir um þessa annálsgrein, og sama máli gegnir
um Skálholtsannál, sem annars hefur ýmislegt sameigin-
legt með þeim báðum. Hin unga viðbót Konungsannáls
sýnir nokkurn skyldleika við Höyersannál, þar sem hvoru-
tveggja nefnir Helgasyni, en hins vegar ber þeim ekki
saman um önnur atriði. Má vel vera, að hér fari báðir
annálar eftir sömu frumheimild, þótt ekki sé kostur á að
fullyrða það að svo stöddu.