Saga - 1964, Blaðsíða 27
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
19
voru greiddar í landskuldir, á markað norður fyrir Björg-
vin.1) Árið 1267 leyfir Magnús lagabætir erkibiskupi að
senda 30 lestir af norskum varningi þeim til hjálpar, sem
búa á Finnmörku norður.2) 1 sumum gerðum fyrri heim-
ildarinnar hljóðar verzlunarleyfi munkanna á ísland í stað
héraðanna norðan Björgvinjar, en sá ritháttur er eflaust
rangur. A. Ræstad telur, að heimildir sýni, að verzlun við
Finnmörku hafi verið bundin konungsleyfum á 12. og 13.
öld. Þegar erlend kaupsigling óx til Noregs á 13. öld, tók
konungur og umboðsmenn hans að hafa eftirlit með verzl-
uninni á Hálogalandi til þess að tryggja, að grávaran og
fiskveiðiskatturinn lenti í fjárhirzlu ríkisins. Þannig varð
verzlun við nyrztu hluta ríkisins bundin sérstökum kon-
ungsleyfum, þegar leið að lokum 13. aldar. f réttindaskjali
Hansamanna frá 1294 segir m. a. í fyrstu grein, að þeim
sé frjálst að flytja varning sinn, hvert sem þeim þóknast
innan og utan norska ríkisins, en þó ekki norður fyrir
Björgvin nema með sérstöku leyfi („non tamen ultra
Bergas versus partes boreales, nisi hoc alicui de speciali
gracia concedatur“; DN. V, 22—25; — Gade, 42.). Með
þessu ákvæði hefur norska stjórnin ætlað sér að reisa
skorður við skattlandsverzlun erlendra kaupmanna, en það
kom brátt í ljós, að þar var ekki nægilega fast að orði
kveðið. Á fyrstu árum 14. aldar er ákvæðið því aukið og
ítrekað. I réttarbót Hákonar háleggs, sem talin er frá 1302,
segir, „að enginn útlenzkur maður skal flytja sitt góss eða
senda norður um Björgvin eða annars staðar til sölu í
héraði eða gera félag til íslands eða annarra skattlanda"3).
Þetta munu elztu lagaboð, sem banna útlendingum alla
skattlandsverzlun. Áður var þeim á engan hátt heimilt
að verzla við þá hluta norska ríkisins, en þeir kunnu yfir-
leitt ekki svo mikið til siglingalistar, að þeir þyrptust í
1) Bergens Fundats, Norske Magasin I, 533.
2) DI. IX, 5—8; — Ræstad: 42—43.
3) DI. II, 333; Ngl. III, 134—135. -— Sjá enn fremur réttarbót Há-
konar frá 29. maí 1306; Ngl. IV, 360.