Saga - 1964, Blaðsíða 104
96
BJÖRN SIGF0SSON
að sætta sig við, að þarna mátti kynnast fordæmi, sem
hlaut að styrkja málaleitun Hákonar gamla, sökum helgi
Ólafs; Hákon líkti mjög eftir Ólafi konungi.
En ræður manna semur Snorri eða endursemur hvar-
vetna í meðferð sinni á eldri heimildum. Svör höfðingja
við þessari þingræðu Þórarins eru að sjálfsögðu orðuð
öll á ábyrgð Snorra sjálfs, og furðu lesenda vekur,
að hann lætur þingheim veita Þórarni jákvæð svör ein-
göngu „kváSust allir það fegnir vilja a'ð vera vinir lcon-
ungs, ef hann væri vinur hérlandsmanna“ (Heimskr. II,
125. kap.). Engu lofuðu orð þessi beint, ef að er hugað,
en gáfu beiðanda undir fótinn um nánari viðræður. Það
kom af því, að Snorra var ljóst, að mörlandinn hafði
leitað sí og æ til konungs í Noregi til varnar rétti sínum
og viðskiptahag, enda látið konung einráðan um að kalla
sinn þegn hvern þarstaddan Islending, ef konungi þókn-
aðist það. Kom því eigi til mála að svara konungi þvert.
Ólafur digri beiddist þess að vera dróttinn íslands, en
þingsvörin játuðu því einu, telur Snorri, að vera mætti
hann vinur og dróttinn íslenzkra manna, þeirra sem til
hans vildu, en flestir mundu þeir þangað viljað hafa, ef
land þeirra héldist óbundið fyrir því.
Finna mætti í heimildum fleiri dæmi um íslenzka
kænsku móti blíðmælum erlendra stórmenna (og gat eigi
hjá því farið, að sá smámennisháttur í sögum erti stund-
um taugar í sjálfstæðishetjum skeiðsins 1848—1945). Þeg-
ar Gunnlaugur Leifsson Þingeyramunkur lét Jón prest
Ögmundsson bjarga með ræðu sinni Gísli Illugasyni, dreg-
ur hann fram bæði norska óvild til íslendinga og kon-
ungsskylduna að bjarga þegni, sem undir hans lögsögu
er kominn, þótt íslenzkur sé. Prestur segir suma vilja,
„að drepnir væri tíu íslenzkir fyrir einn nórænan. En
hugsið um það, góður herra, að svo erum vér íslendingar
yðrir þegnar sem þeir, er hér eru innanlands“1)
1) Bæði AM 219 fol. og yngri (sjálfstæða) gerðin af þætti Gísls