Saga - 1964, Blaðsíða 38
30
BJÖRN ÞORSTEINSSON
íslendingar og norska verzlunarveldið.
Gamli sáttmáli ber með sér, að Islendingar hafa sjálfir
lítinn hug á farmennsku um miðja 13. öld. Snemma á 11.
öld höfðu þeir orðið að leita samninga við Ólaf konung helga
til þess að tryggja samband sitt við umheiminn. Sá samn-
ingur gilti milli Noregs og Islands, þegar Gamli sáttmáli
var gerður. Um samninginn við Ólaf er fjallað í sérstakri
ritgerð í þessari bók, svo að hér verður ekki fjölyrt um
hann, aðeins vikið að þeim atriðum, er snerta kaup-
siglinguna til landsins. íslendingar fengu Noregskonunga
tvisvar til þess að staðfesta hann á 11. öld, um 1056 og
1083, en það sýnir, að þeir töldu samninginn mjög mikil-
vægan. Hann er skráður með þjóðveldislögunum á Kon-
ungsbók, sem telst skrifuð nálægt miðri 13. öld, „tveir
menn hafa ritað, og má telja víst, að þeir hafi einatt litið
bæði Gissur jarl og aðra höfðingja Sturlungaaldar“, segir
Jón Helgason.1) Það mun því teljast allöruggt, að liinn
forni samningur hafi verið vel kunnugur þeim mönnum,
sem fjölluðu um Gamla sáttmála 1262. Allt um það vill svo
undarlega til, að hans er hvergi getið beinum orðum í
heimildum. Snorri Sturluson og aðrir íslenzkir höfðingjar
stóðu í samningum við Noregskonunga, en fátt er um þau
störf þeirra vitað fyrir 1262, og hvergi er þess getið, að
þeir hafi endurnýjað eða breytt samningnum, sem forfeð-
ur þeirra gerðu við Ólaf konung.
I sjöundu grein samningsins við Ólaf helga segir: „Út-
för eigu Islendingar til íslands, nema víss sé herr í Noregi.
En Islendingar eigu að fara af sínu landi til hvers lands, er
þeir vilja“.
Síðara ákvæði þessarar greinar gefur til kynna, að ís-
lendingum hafi þótt það tryggara þegar á 11. öld að hafa
siglingafrelsi sitt staðfest af Noregskonungi, en þá var
hann tekinn að hlutast á ýmsan hátt til um siglingar þegna
1) J. H.: Handritaspjall, 17.