Saga - 1964, Blaðsíða 175
RITFREGNIR
167
Prófessor Turville-Petre í Oxford hefur síðan 1934 skrifað margt
tímaritsgreina um norræn efni forn og tvær ágætar bækur um nor-
rænar bókmenntir og norræna sögu þeirra alda. Hann reit 1935 grein-
ina The cult of Freyr in the evening of Paganism (Leeds Philosoph.
Soc.: Proceedings) og birti 1958 grein Um Óðinsdýrkun á íslandi i
Studia islandica 17. Hin nýja bók hans, útkomin meðan þetta Sögu-
hefti var í prentun, er svo vel samin og skrifuð, að maður les 300 bls.
hennar í spretti og er höfundi þakklátur.
Skort hefur hingað til góða yfirlitsbók á ensku um norræna goða-
trú. Það, að Turville-Petre er ekki sérhæfður við trúarbragðasöguna
eina, er einn af þeim kostum, sem gerðu hann öðrum mönnum færari
til verksins.
Heimildir Eddu og Ynglingasögu eru vel notaðar. Kenningar fræði-
manna eru metnar og vegnar með hógværri einbeitni og skarpleik.
Hið nýja í skýringum og aukinni áherzlu á trúarlífseinkennin varðar
e. t. v. meir mannfélag en guðdóm þann, sem dýrkaður var á stað
hverjum og stundu. Prófessorinn (sem telur „folkvig fyrst í heimi"
vera part af eldfornu sköpunarsögunni) smeygir sér t. d. undan því
að dæma um hvort sögn Völuspár og Snorra um „Vanastríðið" sé
frumarísk, en segir, að hvort sem heldur sé, muni goðastriðs- og goð-
sáttasögur norrænna manna, Ira, Rómverja og Indverja þjóna ein-
um tilgangi; sögnin um sætt eftir Vanastríð skýri sáttavilja stétta,
sem vilja mynda þjóðfélag saman, þótt þær og goð þeirra eigi sér
eins óskyld metnaðarmál og bændur og kaupmenn hafa annars vegar
vanir), en hermenn og konungar (= æsir) hins vegar.
Snjöll eru rök höf. fyrir því, að i Völuspá sé seiðkonan Gullveig
sama og Freyja, send af vönum til að spilla ásum. Olli hún þeim geig
svo miklum, að þeir hófu „Vanastriðið" — og urðu undir. — Enn
einu sinni kemst Völuspá í brennidepil skilnings vors á ásatrúnni. En
svo ungir munu flestir þeir hlutir, sem Völuspárskáld segir umfram
eldri höfunda, að þessi uppgötvun T.-P. styður óbeint skoðun Ólafs
■Sriems, að „Vanastríðið" i varðveittri mynd sinni sé tæplega gamalt
með Germönum.
Höf. Htur jafnan í fullri vinsemd á hinn mikla fjölda eldri tilgátna,
sem skýra ýmislegt i ásatrúarheimildum með kristnum áhrifum. En
hann er á verði gegn ímyndunum manna um það, að slíkt hafi getað
leitt til e. k. landnáms kristninnar innan lífsskoðunar, sem enn var
heiðin. Því aðeins tileinkuðu heiðnir menn sér kristnu hugmyndirnar,
að þeir fyndu þær vera eðlisskyldar guðdómi nokkrum, sem fyrir
var i ásatrú, þ. e. að guðdómur sá ætti innra með sér segulafl á þær
eS drægi þær til sín (dæmi má taka í heiðnibreytingum Völuspár).
ðinn varð jafnlítið tengdur Kristi, þótt menn sæju báða saman upp
lengda til fórnardauða.
Sannfærandi rök færir Turville-Petre fyrir því, að dauði Óðins á
Sálganum, Yggdrasli, hefur ekki verið skilinn sem sýndardauði, held-
1,r fullger dauði og för til helheima; hann steig niður til heljar, reis
a uiunda degi upp frá dauðum, gerðist háloftaguð og galdursfaðir,