Saga - 1964, Blaðsíða 21
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
13
ins. Þessir aðilar urðu fyrir talsverðum hnekki, þegar
Hansamenn seildust inn á athafnasvæði þeirra og tóku
að leggja undir sig norsku Englandsverzlunina. Þegar líð-
ur á 13. öld, rekast umsvif Hansamanna í Noregi ekki ein-
ungis á hagsmuni lítilsmegandi borgarastéttar í landinu,
heldur á hagsmuni æðstu manna ríkisins, og þeir reyndu
að verjast eftir beztu getu. Árið 1282 gaf konungur út
réttarbót, sem kveður svo á, að erlendir vetursetumenn í
Björgvin megi ekki kaupa nautgripi af bændum, og einn-
ig skuli sömu aðilar, sem flytji þangað hvorki mjöl, malt
né rúg, hvorki hafa heimild til þess að kaupa þar smjör,
grávöru né skreið milli krossmessanna á vetri, þ. e. a. s.
frá 14. sept. til 3. maí.1) Schreiner telur, að þessi ákvæði
hafi einkum verið sett til þess að hindra beinar siglingar
Hansamanna frá Björgvin til Englands, Flanderns eða
Frakklands, en þar gátu þeir ekki fermt skip sín korni í
skiptum fyrir skreiðina. Hvernig sem þessi mál eru vaxin,
þá voru það þýzkir Englandsfarar, sem aðallega mótmæltu
lagasetningunni, svo að sennilega hefur hún helzt rekizt
á hagsmuni þeirra.2 Árið 1315 býður konungur, að engir
útlendingar megi flytja úr landi smjör eða skreið, nema
þeir hinir sömu hafi flutt inn malt, mjöl og aðrar þunga-
vörur. 1 þessum sviptingum létu Hansamenn koma krók
móti bragði. Árið eftir segir konungur, að menn sínir fái
ekki að kaupa í Þýzkalandi eða flytja þaðan annað en öl
°g glysvarning og aðra hluti, sem séu ríki sínu til lítilla
nytsemda; og Þjóðverjar flytja ekki annað en fyrrgreinda
hluti til Noregs, en vilja fá úr voru landi það, sem þeir
telja sér til mestra hagsælda „og vér mættum sem sízt
niissa, sem er skreið og smjör“.3) Ekki varð neinn áþreif-
anlegur árangur af viðleitni stjórnarinnar til þess að
1) Ngl. III. b. nr. 2, 12, 49, 51, 64, 70; IV. b. bls. 360 og áfram.
J. Schreiner: Die Frage nach der Stellung des deutschen Kauf-
manns zur norwegisher Staatsmacht. — Hansische Geschichtsblatter
74- Jahrg. 1956. — H. T. b. 36, bls. 436.
3) Ngl. III, 118; Ræstad: K. S. 55.